8.2.2018 | 00:34
"Það þarf fólk eins og þig..." Óþörf afsökun hjá Trudeau?
Notkun leiðandi orða hefur oft verið notuð til þess að bjaga myndir og stjórna umræðunni.
Dæmi:
Það er leiðandi notkun þegar andstæðir flokkar virkjanakosta eru annars vegar nýtingarflokkkur og hins vegar verndarflokkur.
Með því er gefið í skyn, að eingöngu geti verið um ávinning eða hagna að ræða ef virkjað er, það sé eina mögulega nýtingin.
Öðru máli gegni um verndun. Hún gagnist engum.
Nú hefur erlent ferðafólk, athugið þið orðavalið, ferðaFÓLK, staðið undir mestu uppsveiflu efnahagslífsins í mörg ár, með því að koma hingað til að njóta ósnortinna og einstæðra náttúruverðmæta.
Þingvellir, Gullfoss og Geysir eru dæmi um hugtak, sem kalla ætti verndarnýtingu til mótvægis við orkunýtingu.
Hin síðari ár hef ég reynt að auka eins notkun orðsins fólk og kostur er, í stað þess að nota karlkyns orðið maður.
"Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig..." söng Rúnar Júl og hitti í hjartastað.
Justin Trudeau er því minn maður, því að baki orðum hans um fólkið og fólkskynið býr fúlasta alvara, og því bara í góðu lagi að mínu mati hjá Trudeau að biðja konu að kalla mannkynið fólkskyn og óþarfi hjá honum að biðjast afsökunar á einhverju sem er í raun ekki "heimskulegt grín".
Mannkynssaga, mannaráðningar, mannval, kennararnir, Norðmenn, Bandaríkjamenn, Svíarnir, Skotarnir, Valsmennirnir, Framararnir, - allt karlkynsorð. Samt eru konur helmingur þessa fólks eða meira.
Af hverju ekki hvorugkynsorðið fólk?
Fólkskynssaga, fólksráðningar, fólksval, kennurin, Norðfólkið, Bandaríkjafólkið, Svíin, Skotin, Valsfólkið, Frömurin, Framsóknarfólkið?
Allt of mikil umbylting?
Of brött breyting?
Ekki er það víst. "Sá sem aldrei breytir um skoðun breytir aldrei neinu" er ein síðasta setning Churchills í hinni stórkostlegu kvikmynd Darkest hour.
Árið 1967 hefði það þótt fáránlegt og óhugsandi að leggja af þéringar.
Sem fól í sér leiðandi orðanotkun, skiptingu fólks í tvo ólíka hópa, okkur og þau.
En þéringarnar hurfu á örfáum árum.
Af hverju?
Af því að breytingin var tímabær. Við vorum öll fólk og urðum öll dús.
Biðst afsökunar á heimskulegu gríni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja hérna, þetta er bara byrjunin. Af hverju er bátur karlkyn; hvers vegan ekki að nota bara skip. Hestur og hundur eru notuð um merar og tíkur. Það er mikið verk fyrir höndum. Nú svo er aðveldlega hægt að breyta kyni margra orða. Það verður að hafa þótt rof verði við mál liðoinna alda. Meiri hagsmunir verða að víkja fyrir minni, ekki satt?
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.