Þrjár ástæður og víða örtröð.

Sagan af holunni í Mosfellsbæ og örtröð á verkstæðum vegna sprunginna dekkja er ekkert einsdæmi þessa umhleypingadaga. 

Ég átti leið á dekkjaverkstæði í miðri Reykjavík á mánudag og þriðjudag og þar var örtröð bílstjóra með sprungin dekk eftir að hafa lent í holum. 

Ástæðurnar eru nokkrar: 

1.

Tískan, harður húsbóndi.  Bílaeigendur láta blekkjast af auglýsingum um ágæti þess að felgur séu stórar og halda að það þýði þykkari dekk.

En þetta er öfugt, stærri felgum hefur fylgt að dekkin verði lægri og breiðari, þannig að hér á árum áður, þegar hæð dekkja frá götu upp í felgu var í kringum 16 sentimetrar á meðalstórum bílum, er þessi hæð dottin niður í minna en 10 sentimetra. Dekk sem er af stærðinni 175/55-15, þ. e. 15 tommu felga og dekk sem er 17,5 sentimetra breitt, tæplega 7 tommur, líta töff út, en þá gleymist að talan 55, þýðir hlutfallið á milli breiddar og hæðar dekksins er 55 á móti 100, þ.e, 175x55 eru 9,5 sentimetrar.

Ytra ummál dekks á svona 15 tommu felgu er 15 plús 7,5 tommur eða 22,5 tommur. 

Til samanburðar var dekk á 13 tommu felgu af stærðinni 6,40 x 13 eða 25,8 tommur. Og dekkið 6,4 tommu hátt frá jörð upp í felgu, en aðeins 3,8 tommur frá jörðu upp í felgu á stærðinni 175x55.    

2. 

Skammsýnis sparnaður við það að hafa malbikið aðeins 5 sm þykkt. Til samanburðar er malbikið á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar 10 sentimetra þykkt. 

3. 

Önnur skammsýni, lélegt efni í slitlaginu. 


mbl.is Tugir bíla skemmdust í sömu holu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vegna aukabúnaðar í bremsum nú til dags þurfa felgur að vera stórar menn hafa lítið val 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 06:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stækkunin er í flestum tilfellum meira vegna tískunnar en þarfarinnar. 

Sú var tíð að þyngstu drekarnir beggja vegna hafsins voru á 14 tommu felgum, og stækkun upp í 22ja tommur er að hluta til ofrausn eða til þess að láta bílana liggja betur á sléttu malbiki. 

Enda er það þannig, að á mörgum bílum getur kaupandinn valið um hvort hann vill lág dekk á breiðum og stórum felgum eða hærri dekk á mjórri og minni felgum. 

Ómar Ragnarsson, 23.2.2018 kl. 14:00

3 identicon

no.2 annað seigja bifvélavirkin minn. stækkuðu felgurnar ekki þegar abs bremsurnar komu. en eflaust er þetta líka tískufyrirbrigði ekki efast ég um það.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband