23.2.2018 | 14:38
Tökum Kanann á þetta: Hver græðir?
"Hver hagnast? Hver græðir?" spurðu Rómverjar þegar glöggva þurfti sig á málum og upplýsa þau.
Banaríska útgáfan er: "Follow the money." Rekið slóð peninganna.
Hver græðir á sölu stórvirkra skotvopna eins og notuð voru við fjöldamorðin í Flórída og Las Vegas:
Svar: Vopnaframleiðendur, vopnasalar og byssugleðimenn.
Hver græðir á því ef að krafan verður að kennarar og lögreglumenn við skólana verði vopnaðir jafn afkastamiklum hríðskotabyssum og fjöldadráparar, af því að augljóst var að lögreglumaður fyrir utan skólann hefði gengið út í opinn dauðann á móti yfirburðum fjöldamorðingjans í vopnaburði?
Svar: Vopnaframleiðendur, vopnasalar og byssugleðimenn.
Höldum áfram með "follow the money":
Hver græðir á því að öflug samtök vopnaframleiðenda, vopnaslar og samtök skotglaðra byssueigenda moka jafnvirði milljarða íslenskra króna í að styrkja bandaríska stjórnmálamenn fjárhagslega:
Svar: Spilltir þingmenn.
Og þar með er slóðin komin á gamalkunnugt svið: Hið baneitraða samband stjórnmála og viðskipta. Spillt stjórnmál í sinni grimmustu mynd.
En siðblindan í öllu sést síðan á því, að fulltrúi byssuglaðra sakar þá, sem vilja hamla gegn þessu brjálæði um að draga málið niður í pólitískt svað.
Aðhafðist ekkert er árásin var í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
15.2.2018:
The unique gun violence problem in the USA explained in 17 maps and charts
Þorsteinn Briem, 23.2.2018 kl. 15:27
Skipulagðir atburðir? Þinghúsbruninn í Berlín 20.02.1933, morðið á Kennedy 22.11.1963, Tvíburaturnarnir 11.09.2001, Las Vegas shooting 18.01.2018, Florida Chool shooting 14.02.2018,. Við erum undrandi yfir misvísandi fréttaflutningi frá atburðunum.
23.2.2018 | 18:15
Það er stanslaust verið að segja okkur að hinar ýmsu aðferðir, séu notaðar til að koma höggi á einhvern.
Einnig að margar aðferðir séu notaðar til að koma af stað stríði á milli þjóða.
Við verðum að lesa og læra, og sækjast eftir því að við getum séð í gegn um þennan blekkingavef.
Jónas Gunnlaugsson, 23.2.2018 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.