Mun víðtækara samfélagsástand en margur heldur.

Trúboðar í Afríku segja að það taki minnst tvær kynslóðir til að breyta þjóðfélagsgerðinni þar í álfu í jafnréttisátt. 

Þegar vestrænt fólk kemur til Afríku finnst því stétta- og kynjamunurinn auk forneskjulegra siða og trúarbragða hjá hinum mörgu ættbálkum landsins yfirþyrmandi. 

En þegar við skyggnumst grannt um í okkar eigin þjóðfélagi mynda ótal svonefnd smáatriði mjög stóran hluta af hegðun, viðhorfum og samskiptum okkar, sem enn á ansi langt í land með að færast út úr hinu forna karlaveldi, hugsunarhætti þess og hvernig við komum fram hvert við annað í smáu og stóru. 

Þrátt fyrir marga áfanga sem náðst hafa eru verkefni fram undan í jafnréttismálum, sem mörg eru þess eðlis, að okkur hefur sést yfir þau en erum nú vonandi að uppgötva og reyna í framhaldinu að færa til betri vegar.  

 


mbl.is Vön því að vera eina konan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband