Gamalkunnug skítalykt.

Ívan grimmi, Katrín mikla, Pétur mikli, Lenin, Stalín, Pútín, - nafnaröð sem litar rússneska sögu um aldir, sem er vörðuð svokölluðum sterkum leiðtogum sem víla fátt fyrir sér, ef þeir telja það nauðsynlegt til að halda völdum. 

Sumir þeirra skópu meiri skítalykt af ofbeldi og kúgun en aðrir, en merkilegt er hvernig þeim tókst mörgum hverjum að spila á mikla þjóðerniskennd í landinu og þrá eftir sterkum leiðtogum. 

Dráp á blaðamönnum og öðrum í Rússlandi á síðustu tveimur áratugum eru fleiri en svo að hægt sé að afgreiða það sem tilviljun, einkum vegna þess hve úthugsuð þau eru og þess vandlega gætt að þau verði óupplýst. 

Slægur stjórnandi eins og Pútín er hugsanlega með ákveðinn kvóta í huga hvað það varðar að ekki sé fleirum komið fyrir kattarnef en brýnasta þörf krefji að hans mati. 

Taktíkin gæti verið sú að morðin og fangelsanirnar séu samt nógu mörg til að skjóta andstæðingunum skelk í bringu og vekja, þrátt fyrir allt, ákveðna meðvirkni með þeim meirihluta þjóðarinnar, sem virðist styðja Pútín ef marka má skoðanakannanir og fylkja sér með honum sem nauðsynlegum foringja stoltrar þjóðar með mikla sögu. 

Að því leyti til er hrikalegur stigsmunur á honum og milljónamorðingjanum Stalín, en eðlismunurinn er ekki eins mikill. 

Þegar Hitler hafði verið ár við völd í Þýskalandi 1934, lét hann drepa Ernst Röhm og fleiri yfirmenn SA-sveitanna í kaldrifjuðu blóðbaði. 

"Nótt hinna löngu hnífa" var réttnefni og viðbjóðslegur glæpur, en samt virtist almenningsálitið í Þýskalandi sýna þessu athæfi skilning og meðvirkni á þeim forsendum að ekki yrði komist hjá því að sterkur leiðtogi yrði að beita sterkum aðgerðum. 

Erdogan Tyrklandsforseti spilar harðan leik, sem réttlætur er sem nauðsynleg aðgerð eftir tilraun til valdaráns. 

Umfang aðgerðanna er augljóslega mun meira en hægt er að verja, en samt kemst hann upp með þetta. 

Af öllu framangreindu er gamalkunnug skítalykt spilltra valdhafa.  

 


mbl.is Kanna hvort eitrað hafi verið fyrir njósnara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heldur betur alhæft hér! Er í alvöru "enginn eðlismunur" á Pútín og Stalín? Og hvernig hyggstu sanna það?!

Gerðu ekki lítið úr grimmilegum stètta- og þjóðarmorðum Leníns og Stalíns!

Jón Valur Jensson, 6.3.2018 kl. 02:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefurðu heyrt um Godwin's law? Þú slærð öll met hér varðandi það.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2018 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband