Líkt og Kúbudeilan 1962, til að tryggja samningsaðstöðu.

Þegar Kúbudeilan ógnaði heimsfriðnum 1962 var það vegna uppsetningar sovéskra kjarnorkueldflauga á Kúbu. Báðir aðilar, Bandaríkjamenn og Sovétmenn, reyndu að styrkja samningsaðstöðu sína sem best, því að hinn möguleikinn, kjarnorkustríð, var í raun ekki í boði. 

Bandaríkin voru mun öflugri á sjó og það var sterkasta tromp þeirra auk eldflauga þeirra, sem áttu að vera í Tyrklandi. 

Sovétríkin gripu til síns eldflaugabragðs til þess að reyna að ná því fram, að Bandaríkjamenn hétu því að ráðast ekki á Kúbu. 

Niðurstaðn varð sú að verslað var með eldflaugarnar í Tyrklandi og á Kúbu, hvorugar yrðu að veruleika og einnig lofuðu Bandaríkjamenn að ráðast ekki á Kúbu. 

Með því var "tryggt öryggi ríkisins." 

Það, að tryggja öryggi Norður-Kóreu" er augljóslega það sem Kim Jong-un hefur stefnt að allan tímann, og með því að vera koma sér upp bæði kjarnorkueldflaugum og kjarnorkukvopnum hefur hann styrkt samningsaðstöðu þeirra. 

Á vísu á svipað við um álit Bandaríkjamanna á stjórnarfarinu á Kúbu 1962 og á stjórnarfarinu í Norður-Kóreu 2018. 

En beggja vegna samningaborðsins, annars vegar hjá Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi og hins vegar hjá Bandaríkjamönnum, Suður-Kóreumönnum og Japönum, eru hagsmunirnir yfirgnæfandi varðandi það að Norður-Kóreumenn losi sig við kjarnorkuvopn sín og fái í staðinn tryggt öryggi sitt, þ. e. að alræði kommúnista sé tryggt í landinu. 

Valdhafarnir í Norður-Kóreu hugsa aðeins um eitt, og það eitt, að viðhalda alræði sínu í landinu og eru einfaldlega búnir að koma sér upp þannig aðstöðu, að það er ekki raunhæft að reyna að steypa þeim af stóli um valdi utanfrá.  


mbl.is Norður-Kórea tilbúin að ræða afvopnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband