7.3.2018 | 09:19
Grasrótin er meira en orð, hún er fólk.
Stjórnmálamönnum er tamt að tala hátt um svonefnda grasrót á tyllidögum. En langvarandi tal um grasrótina árum og áratugum saman verður lítilsvert ef þessi sama grasrót fær aldrei að njóta sín.
Grasrótin er fólk, og í félagi eins og Eflingu með allar sínar þúsundir félagsmanna, eru takmörk fyrir því hve lengi jafnvel ágætis stjórnarmenn geta komist upp með það að vera eins og eilífir augnakarlar með sífelldu tali UM grasrótina án þess að hún fái að vera MEÐ í ráðum, og ekki aðeins með, heldur LEIÐANDI, komin sjálf til valda í þráðbeinu lýðræði.
Stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur og samherja hennar í Eflingu sendir skýr skilaboð um að það krauma sterkir straumar krafna um breytingar í þjóðfélaginu.
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.