10.3.2018 | 19:48
Fimm metra ganga ofviða fyrir fullfríska menn.
Það eru tvær hliðar á svokölluðum bílastæðisvanda þegar hann speglast í stófelldum sektum lögreglu í tengslum við atburði sem þúsundir sækja.
Annars vegar spurningin um herferðartakta lögreglu sem stundum má sjá, en hins vegar svo mikla leti ökumanna, að þeir nenna ekki að ganga jafnvel örfáa metra.
Af slíku sýndi ég hér á síðunni myndir í haust af fólki sem lagði bílum sínum ólöglega við útibú Landsbankans í Grafarholti, eingöngu til að spara sér örfá spor, allt niður í fimm metra hjá einum bílstjóranna, þótt nóg væri af auðum bílastæðum.
Með því að leggja bílum sínum á ofangreindan hátt var valdið vandræðum á akbrautinni, sem lagt var á.
Undanfarna rúma viku hefur veður verið þannig, þó kalt sé, að hægt hefur verið að komast hraðar í umferðinni en bílar með því að nota einfaldlega hjólið sem lengst er til hægri á þessari mynd.
Engar umferðartafir og alls staðar völ á stæðum. Og enn hefur frost ekki hamlað ferðum á þessu hjóli, heldur hefur verið ferðast á því í allt að sjö stiga frosti.
Aldrei séð eins slæmt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
23.9.2013:
"Þeir sem eiga erindi í miðbæinn virðast síður vilja leggja bílum sínum í bílastæðahúsum miðborgarinnar ef marka má myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins náði síðdegis í gær.
Á meðan bílastæðaplan við Tryggvagötu, nálægt Tollhúsinu, var þéttsetið og bílarnir hringsóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bílahúsi Kolaportsins við Kalkofnsveg.
Svo vildi til að það var bíll frá embætti tollstjóra."
"Bílstæðin við Tryggvagötu voru full og mörgum bílum var lagt ólöglega."
Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði
Þorsteinn Briem, 10.3.2018 kl. 20:45
15.5.2015:
"Meðan á framkvæmdunum stendur fækkar bílastæðum í Miðbænum en að þeim loknum innan þriggja ára er gert ráð fyrir að um eitt þúsund bílastæði verði í bílakjallara undir svæðinu."
Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið (ekki rétt mynd með fréttinni)
Þorsteinn Briem, 10.3.2018 kl. 20:46
11.2.2015:
"Margfalt dýrara er að leggja í bílastæðahúsum í miðborgum höfuðborga annarra landa á Norðurlöndunum en í Reykjavík.
Í Osló er það frá þrisvar og hálfum sinnum til sjö sinnum dýrara en hér, jafnvel þó miðað sé við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar."
Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda
Þorsteinn Briem, 10.3.2018 kl. 20:47
29.6.2015:
"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.
Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."
Þorsteinn Briem, 10.3.2018 kl. 20:48
Ég held að við Íslendingar séum dálítið "einir í heiminum", ekki enn almennilega "komnir úr sveitinni", þ. e. við gerum okkur ekki grein fyrir því að í kringum okkur er annað fólk, sem þarf að taka tillit til.
Það kemur t.d. fyrir að fólk nemur staðar í dyragættum, hallar sér þægilega upp að dyrastafnum og fer að spjalla við kunningjana, án þess að taka tillit til þeirra, sem þurfa að troða sér fram hjá.
Þetta er áreiðanlega ekki gert af vísvitandi tillitsleysi, heldur bara af einhverjum óvana eða hugsunarleysi.
Svipað gildir um umgengni fólks úti við, þegar það lætur umbúðir og annað rusl detta úr höndum sér, niður á jörðina.
Þó held ég að ástandið í þessum efnum fari heldur batnandi.
Dettur mér þá í hug saga, sem nýlátinn vinur minn sagði mér. Hann var úti að ganga með dótturdóttir sinni, kveikti hann sér þá í sígarettu og lét eldspýtuna detta í götuna. Þá sagði sú stutta: "afi, svona gerir maður ekki". Lét hann sér þessi orð að kenningu verða.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 21:47
Ég held að vandamálið sé leti ökumanna. Þetta sést vel við Costco þar sem fólk er að leggja í akgreinum þó nóg sé af stæðum.
Þvi miður hef ég enga lækningu á þessu.
Emil (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 21:51
Hörður Þormar hefur heilmikið til síns máls, þetta sést t.d. inn í costco þar sem maður kemst varla um fyrir fólki sem er stopp þar sem því sýnist með kerrurnar sínar. Svipað og fólk sem stoppar á gatnamótum á rauðu ljósi þannig að enginn kemst úr hinni áttinni, það er þetta með að vera einni bíllengd á undan næsta manni eða ná að troða sér.
Ég finn þetta líka mikið með að ég vil helst hafa smá bil í næsta bíl ef ég er að keyra a góðum hraða en þá er alltaf einhver sem treður sér í bilið sem ég myndaði
Emil (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.