11.3.2018 | 13:06
Rétt ákvörðun hjá Valgerði.
Það er óvenjulegt ef nýliði í atvinnumennsku vinnur heimsmeistaratign í hnefaleikum eftir aðeins þrjá bardaga sem atvinnumaður.
Einna þekktasta atvikið hvað þetta varðar er þegar Leon Spinks vann Muhammmad Ali á stigum 1977 með aðeins sjö atvinnubardaga í farteskinu.
Ali vanmat andstæðing sinn stórlega og tapaði, en vann Spinks síðan árið eftir með einhverri flottustu frammistöðu sinni á ferlinum.
Átta daga fyrirvari er óheyrilega stuttur og fyrir fyrri bardagann við Ali hafði Spinks nægan tíma til að kynna sér veikleika og styrkleika Alis.
Bardagi Valgerðar Guðsteinsdóttur færði henni bæði óvænt tækifæri til að komast á kortið og ekki síður var það flott hve vel hún stóð sig.
Það þarf ekki alltaf sigur til þess.
Ken Norton var lítt þekktur þegar hann barðist fyrst við Ali en stimplaði sig rækilega inn í þremur bardögum við hann þar sem vart mátti á milli sjá, hvor var betri.
Til hamingju, Valgerður, og til hamingju, íslenskar bardagaíþróttir.
Valgerður beið ósigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Valgerður með vinstri snögg,
vönkuð Katharina,
alveg þolir ótal högg,
engin brjóstabína.
Þorsteinn Briem, 11.3.2018 kl. 14:06
Góður, Steini!
Ómar Ragnarsson, 11.3.2018 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.