Eldingar eru ekkert grín.

Í heimildamynd um flug í vikunni var fróðleg umfjöllun um það hvernig framleiðendur farartækja á landi og í lofti hanna eldingavara fyrir þau. DSC01463

Teljast líkur á því að manntjón verði vegna eldinga í flugvélum og bílum séu hverfandi. 

Þó geta eldingar verið skeinuhættar ef svo ber undir. 

Í Kötlugosinu fyrir einni öld beið einn maður bana vegna eldingar. Og í nýlegum eldgosum hafa sést svakalega aflmiklar eldingar. 

Á ljósmynd hér á síðunni sést gríðarlegur eldblossi með eldingu efst til hægri á myndinni, hugsanlega hátt í hundrað metrar í þvermál, en eldingin sjálf nær alveg niður í jörð úr á að giska kílómeters hæð. 

Hyggst setja lifandi myndskeið inn á facebook síðu mína. 

Ekki minni elding náðist á mynd af Gjálpargosinu 1996 og flaug víða um heim í sjónvarpi, þótt sjáanlegar hljóðbylgjur í Eyjafjallajökulsgosinu færu enn víðar.   


mbl.is 16 létust er eldingu laust niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband