Yfirburða vistvænn ferðamáti.

Rafreiðhjól eru hugsanlega enn umhverfismildari ferðamáti en venjuleg reiðhjól. Ástæðan er sú, að þegar notkun venjulegra reiðhjóla fer yfir ákveðin mörk, má reikna aukna matarþörf hjólreiðamannsins inn í kolefnisfótsporið. Náttfari 9. okt 15

Að vísu kemur á móti, að hæfilerg hreyfing er holl fyrir líkamann hvort eð er, en engu að síður er rafreiðhjólið lang vistmildasta farartækið af þeim, sem knúin eru með annarri orku en líkamsorkunni. 

Í tilrauninni 2015 við að fara á raforku rafreiðhjóls einni saman, án fótafls frá Akureyri til Reykjavíkur var orkueyðslan samanlagt um 4,6 kwst, sem kostuðu þá 115 krónur. 

Á rafreiðhjólunum, sem Reykjavíkurborg ætlar að lána, er það blanda af fótafli og rafafli sem knýr hjólin og er hægt að hjóla þannig, að rafaflið skaffar drjúgan meirihluta orkunnar. 

Orkukostnaðurinn Akureyri-Reykjaík 2015 samsvaraði 0,15 lítrum af bensíni á hundraðið, en til samaburðar er þessi tala um tíu sinnum hærri á minnsta rafbíl landsins, sem ég nota líka til daglegra ferða, 1,5 l/100. 

Létta "vespu"vélhjólið mitt sem búið er að aka tvisvar hringinn og einu sinni Vestfjarðahringinn eyðir um 2,5 l á hundraðið á þjóðvegum, en aðeins 2,2-2,3 innanborgar.  


mbl.is Lána 25 rafreiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvar á landinu hefir orðið skaði á vistvæna kerfinu síðustu 1000 ár. Gleymum jeppum, fjórhjólum og hestum sem skilja eftir sig spor á landinu. Hvar er þessi mikil skaði.

Valdimar Samúelsson, 15.3.2018 kl. 11:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rannsóknir sem fengu einu Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs, sem Íslendingur hefur fengið, sýndu það sama og aðrar rannsóknir í heila öld hafa sýnt, að frá upphafi Íslandsbyggðar til þessa dags ollu Íslendingar mestu gróðureyðingu, sem saga Evrópu kann frá að greina. 

Og eru enn að með því að beita fé á óbeitarhæfa afrétti á eldvirka hluta landsins. 

Ómar Ragnarsson, 15.3.2018 kl. 13:06

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég meina. Þetta var mest allt sjálfsþurftarbúskapur. KOmON. Jafnvel eftir 1950 þá vor menn með lítil bú fyrir sjálfan sig. 

Valdimar Samúelsson, 15.3.2018 kl. 14:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú hefðir þurft að sjá sjónvarpsþátt um Svein Runólfsson á dögunum. Tvívegis á síðustu 150 árum komst sauðfjárstofninn  upp í það að slaga upp í milljón fjár á fjalli samtals. 

Þegar fjöldinn er orðinn slíkur skiptir engu máli hvers stór búin eru sem allt þetta fé komur frá. 

Dæmin um skelfilegar afleiðingar rányrkjunnar hefur verið að finna á öllu eldvirka svæðinu, allt frá Reykjanesskaga norður í Öxarfjörð og Núpasveit. 

Þegar ég rallaði Kjalveg í fyrsta sinn 1980 gat ég notað rofabörð og rofatorfur sem kennileiti á ákveðnum köflum. 

Fimm árum síðar var það allt horfið. 

Í kringum 1500 voru 50 bæir og kot í Krýsuvík og þar vestur af. 

Lengi var 500 kinda fjárbú á Ísólfsskála og tómstundabændur í Grindavík bættust við. 

Um 1990 var svo komið að aðeins einn bær var eftir af fimmtíu og mestallur fyrrum bithagi örfoka land. 

Ég er búinn að margfljúga yfir öll þessi svæði, Valdimar, taka myndir, auk þess að aka um nánast allar slóðir á þessu svæði hernaðarins gegn landinu. 

Ég þarf ekkert KOmON lengur. 

Ómar Ragnarsson, 15.3.2018 kl. 16:12

5 identicon

Sæll Ómar.

Hafa þessar loftmyndir verið gefnar út?

Varla að ég þurfi að spyrja að þú hefur þá tekið
loftmyndir af Arnarvatnsheiði, Grímstunguheiði ... ?

Húsari. (IP-tala skráð) 15.3.2018 kl. 16:24

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enginn hefur tekið neitt viðlíka miklar loftmyndir af þessu og ég. Ég gerði um þetta marga sjónvarpsþætti. 

Ég tók líka myndir af Grímstunguheiði og Arnarvatnsheiði, en á tímabili var sú fyrrnefnda nokkuð setin og ég flutti fréttir af því máli, sem fjaraði út.  

En hvorug heiðin er á eldvirku svæði og raunar eru afréttir við vestanverðan Húnaflóa í ágætu ástandi að því er best er vitað. 

Ómar Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband