Hörmulegt vanmat og sjálfhverft mat á aðstæðum.

Frá því að Bandaríkjamenn skárust í leikinn í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar og síðan aftur á enn árangursríkari hátt í Seinni heimsstyrjöldinni til þess að bjarga Evrópu og þjóðum heims frá ógnum nasismans, hefur þetta mikla heimsveldi litið á sig sem nokkurs konar heimslögreglulið. 

Það hefur oft litið vel út á yfirborðinu, en ævinlega hafa sjálfhverfir hagsmunir Bandaríkjanna sjálfra verið undirliggjandi. 

En því miður hafa þeir alltof of vanmetið stöðu og menningu þeirra þjóða, sem þeir hafa haft afskipti af. 

Þeir veðjuðu á rangan hest, Shang Kai Shek í Kína og fóru út Víetnamstríðið með kolröngu stöðumati. 

Þeir studdu gerspilltan Íranskeisara og töpuðu því mikla landi í hendur öfgaklerka. 

Sama ár voru þeir að styðja Muhaheddin múslima gegn Sovétmönnum í Afganistan og hafa síðan 2001 setið uppi með vonlítið stríð við arftaka Muhaheddin, Talibana. 

Bush sýndi að vísu hárrétt stöðumat, þegar hann fékk alþjóðlega samstöðu við að reka Íraka út úr Kúveit en stillti sig hins vegar um að steypa Saddam Hussein. 

Sonur hans hratt hins vegar af stað hrikalegri atburðarás, sem enn sér ekki fyrir endann á, með því að gera það sem faðir hans hafði forðast að gera. 

Bandaríkin sýndu gróft vanmat þegar þau studdu uppreisnaröfl í Túnis, Egyptalandi,Líbíu og Sýrlandi undir heitinu "arabíska vorið" sem snerist upp í andhverfu sína og hefur leitt böl yfir Líbíu og Sýrland og stuðlað að stofnun Íslamska ríkisins. 

Ekki má kenna Bandaríkjamönnum einum um, því að NATO þjóðir, þar með taldir Íslendingar, dönsuðu með 2003 í Írak og 2011 í Sýrlandi og Líbíu.  

 


mbl.is Hamfarakennd eyðilegging (myndir)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn ert þú með sama fávísa bullið í utanríkismálum og fyrri daginn, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 02:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.

Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.

The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941."

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 02:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!

Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki
, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.

Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.

"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."

"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.

This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 02:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríki gera innrás í önnur ríki og heyja styrjaldir vegna eigin hagsmuna.

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

 

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 02:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef eitthvert ríki, til að mynda múslímaríkið Egyptaland, er hliðhollt bandarískum stjórnvöldum er þeim skítsama um það hvort í viðkomandi ríki er lýðræði, eins og mýmörg dæmi sanna.

Í fjölmörgum Suður-Ameríkuríkjum voru til að mynda herforingjastjórnir, studdar af Bandaríkjunum, og Ómar Ragnarsson heldur auðvitað að Bandaríkin hafi sent hermenn til þeirra allra til að koma þar á lýðræði.

Og aðalatriðið fyrir Bandaríkin hafi verið að lýðræði væri í Evrópu.

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 02:51

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er auðvelt að gera mönnum upp skoðanir og skjóta þær síðan í kaf. Ég hef aldrei sagt að "Bandaríkin hafi sent hermenn til allra ríkja í Suður-Ameríku þar sem þeir studdu herforingjastjórnir" eins og stillt er upp hér að ofan. 

Ómar Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 08:50

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Í fyrsta sinn finnst mér Steini Briem sýna einhvern skilning á heimsmálum sem mér finnst nærri sannleikanum  en Ómar opinbera ekki í fyrsta sinn hlutdrægni sína í heimsmálum og og með því andúð á Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Vissulega tek ég undir það sem Ómar segir um mistök Bandaríkjamanna í utanríkismálum en það lagast ekki við það að vera alltaf á móti öllu sem Bandaríkjamenn reyna að gera og nú síðast undir Trump. Bandaríkin er eina heimslögreglan sem hægt er að byggja eitthvað á og við megum ekki bara fordæma þá alltaf vegna fyrri mistaka eins og í Lýbíu þar sem Hillary Clinton en en ekki Trump réði ferðinni.

Saddam Hussein var eini maðurinn sem gat stjórnað Írak og allar hörmungarnar á eftir eru því að kenna að hann var settur af. Líklega er Sýhrlandsstríðuð framhald af því öllu.  

Steini segir réttilega að hagsmunir stórveldanna ráði afstöðu þeirra en ekki einhver umhuggja fyrir þessu fólki eða hinu.

Halldór Jónsson, 16.3.2018 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband