20.3.2018 | 14:32
Á þekktri rekleið.
Enn einu sinni kemur upp, hvert hlutir reka, sem fara í sjóinn við við Suðurnes eða rekur til norðurs fyrir Reykjanes og Garðsskaga.
Straumur hafsins liggur fyrir Reykjanes og frá Garðskaga norður á suðurströnd Snæfellsness, svipaða leið og lík bræðranna tveggja, sem fórust með Goðafossi, rak.
Af sömu ástæðu er útilokað að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi rekið á land í Reykjavík ef hann varpaði þeim fyrir borð úti fyrir suðurströndinni.
Eini möguleikinn, og jafnframt sá lang sennilegasti, er að Ingólfur hafi varpað þeim fyrir borð alveg uppi við fjöru í Reykjavík.
Þrálátur orðrómur var um það eftir hvarf Geirfinns Einarssonar að hann hefði drukknað utan við Keflavík.
Allur meginþungi rannsóknarinnar beindist hins vegar að því að þvinga fram framburði valdra ungmenna um að hann hefði verið drepinn uppi á landi og lík hans falið þar.
1976 var DNA ekki komið til skjalanna. En rannsóknin á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sýnir gríðarlegar framfarir í lögreglurannsóknum á síðustu árum.
Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú arfaitlaust að öndvegissúlurnar hafi rekið fyrir Garðskaga og inn í Reykjavík.
Nú en Vitaskipið Hermóður fórst í Reykjanesröst í febr. 1959 og kunnugur maður hefur sagt mér að hann liggi út á Faxaflóa. Hann hafi sem sagt marað í kafi og ekki sokkið fyrr en þar. Þetta er nú kenning. En bróðir minn sem er skipstjórnarmaður hefur sagt mér að staðsetningin sé til á einhverjum blöðum sem fiskimenn nota þegar þeir eru á trolli.
Þetta er viðkvæmt mál að ræða á opinberum vettvangi en nauðsyn að mínu mati og því leyfi ég mér að fjalla um það. Auðvitað er það of gamalt mál til að geta upplýst nokkuð við DNA rannsókn, en fróðlegt væri ef menn vissu eitthvað um þetta mál og hvort einhverjir hefðu sent svona minikafbát til að ljósmynda flakið af Hermóði.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.3.2018 kl. 16:58
Talið er að um fjögur þúsund manns hafi látist í sjóslysum hér við Ísland á 20. öldinni.
Þorsteinn Briem, 20.3.2018 kl. 18:05
Eftir frekari eftirgrennslan, að þá mun flakið af Hermóði vera norður af Eldey svo því sé haldið til.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.3.2018 kl. 19:01
Haldið til haga, átti þetta að vera.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.3.2018 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.