27.3.2018 | 23:25
Samanburðurinn við Yellowstone er æpandi, svo orð fá vart lýst því.
Um þrjár milljónir manna koma í Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunu, sem er frægur eins og Ísland fyrir hverasvæði sín. Um garðinn liggja alls um 1600 kílómetrar af gönguleiðum og milljónir fara um hverasvæði svipuð þeim sem eru hér á landi, svo sem við Geysi, í Krýsuvík, Hverarönd og víðar.
Fyrir tuttugu árum sagði þýskur prófessor, sem hingað kemur á hverju ári með tugi manns með sér, að ástandið við Geysi væri þjóðarskömm.
Þetta var og er enn því miður svona.
En ástandið sem sjá má myndir af með tengdri frétt á mbl.is er þó þannig að engu tali tekur hvílík þjóðarskömm er að breiðast út um landið.
Samanburðurinn við Yellowstone varðandi það að sjá um það með vöktun, ítölu og gerð göngupalla eða nothæfra göngustíga til þess að tryggja hreina notkun án skemmda á gróðri og jörð á öllum 1600 kílómetra löngum gönguleiðum garðsins er í svo æpandi mótsögn við það sem er í gangi hér á landi, að mann skortir orð.
Göngustígurinn er eitt drullusvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðarskömm, Ómar, þetta er ekkert annað en þjóðarskömm.
Algerir molbúar sem halda að fólk muni flykkjast hingað í bíl eða flugvélaförmum til þess eins að vaða drullu og skít, ár eftir ár. Þetta er sárara en tárum taki. Þvílík fífl sem við erum. (Ekki ég og þú altso, en þeir sem eiga að teljast stjórnendur í okkar umboði)
Næsta hrun verður ekki bankahrun. Næsta hrun verður viðbjóður erlendra ferðamanna á hérlendum stjórnvöldum. Virðingarleysi stjórnvalda og fávitahátturinn sem felst í því að sjá aldrei neitt annað "eitthvað annað" en stóriðju og "arðbær megaverkefni". Þar telst ENGINN Íslenskur stjórnmálaflokkur undanskilinn!
Alþingismenn og konur, sem setið hafa á þingi s.l. 20 ár, skammist ykkar, öll sem eitt.
Núverandi stjórnvöld.: Hysjið upp um ykkur buxurnar! Það er fylgst með ykkur!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.3.2018 kl. 02:57
Eins og maðurinn sagði, "Íslendingar eru þjófar og rumpulýður." Þeir stela þó mest frá sé sjálfum!
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 28.3.2018 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.