Spurt að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.

Ofangreind orð úr fornsögunum koma upp í hugann þegar velt er vöngum yfir vináttulandsleikjum íslenska landsliðsins að undanförnu.

Um þá gilda svipað og þegar stundum þarf að fórna í skák til þess að fá fram betri stöðu síðar. 

Í aðdraganda HM þurfti á tímabili að huga að úrslitum í vináttulandsleikjum til þess að eiga möguleika á að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið yrði í riðla mótsins. 

Mjög litlu munaði að þetta tækist, en að því loknu hefur þurft að vinna úr þeirri stöðu, sem þá kom upp og felst í meginatriðum í því að einblína á þá þrjá leiki, sem liðið þarf að byrja í riðlinum í upphafi HM í Rússlandi. 

Í því efni verður spurt að leikslokum í hverjum leik en ekki að því, sem hefur verið að gerast í vináttulandsleikjunum að undanförnu.  

Úrslit vináttulandsleikja sem spilaðir hafa verið síðan hafa skipt minna máli heldur en að þróa liðið með því að máta ýmsar uppraðanir leikmanna við hugsanlegar leikaðferðir. 

Það verður síðan ekki fyrr en eftir HM sem þarf að taka stöðuna á ný á styrkleikalista FIFA og vinna úr vinaáttulandsleikjum í samræmi við þá stöðu.  


mbl.is „Enginn sem spilaði í dag fer á HM“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband