5.4.2018 | 09:26
Stangast á við andstöðuna við "eitthvað annað."
Það var ríkjandi stefna valdamanna fyrstu 15 ár þessarar aldar að "eitthvað annað" en virkjanir og stóriðja væri gersamlega gagnslaust.
Svo gaus Eyjafjallajökull 2010, og í fyrsta skipti í sögunni komst Ísland í hámæli um allan heim vegna þess að íslensk náttúrura hafði bein áhrif á flugsamgöngur um allan heim.
Í viðtölum við sjónvarpsfólk, blaðamenn, kvikmyndagerðarfólk og ljósmyndara frá öllum heimshornum komst einstæð íslensk náttúra í forgrunn og í kjölfarið fór stigvaxandi fjölgun ferðamanna, sem hefur skapað mestu innspýtingu í efnahagslíf okkar á síðari tímum.
Skaftárhreppur býr yfir meiri möguleikum til upplifunar á íslenskri náttúru en flest önnur sveitarfélög og nú kemur í ljós í íbúatölum, að "eitthvað annað" er eina skýringin á mestu hlutfallslegu fjölgun íbúa.
Samt er fast sótt að vaða þar í virkjanir með miklum náttúruspjöllum, því að enn eru fjármunir á ferð hjá þeim sem hingað til hafa líkt ferðaþjónustu við fjallagrastínslu og lopapeysuprjón og líkt náttúruverndarfólki sem "lattelepjandi ónytjungar í 101 Reykjavík."
Ferðamenn hafa áhrif á íbúafjölda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.