5.4.2018 | 21:26
Fundinn lægsti samnefnari? "Greiddu mér götu..."
"...af því að ekki vatnsúðunarkerfi í öllum húsum"..er útskýringin á því hvernig "allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti lungann úr deginum til þess að slökkva eld í einu húsi.
Þarf alltaf að finna lægsta samnefnara þegar öryggismál eru annars vegar?
Lýsing slökkviliðsstjórans á slökkvistarfinu var athyglisverð. Það kom smám saman í ljós að engin leið var að hefta eldinn innan hússins, og slökkviliðsmenn hröktust úr einu víginu í annað þegar eldurinn virtist ævinlega geta komist yfir allt húsið, rými fyrir rými og undir og yfir.
Þegar hann virtist vera að hjaðna niður, gaus hann allt í einu upp svo að grár reykur breyttist í miklu stærri kolsvartan reyk.
Og þetta setti slökkviliðsmenn í hættu og hafði í för með sér óvissu, sem ekki var hægt að bregaðst öðruvísi við en að breyta baráttuaðferðinni gagngert.
Í stað þess að reyna að hemja útbreiðslu eldsins virtist starfið snúast við upp í það að slökkviliðsmennirnir þyrftu að hamast við að opna allar gáttir með góðu eða illu, brjóta hurðir og skilrúm til þess að greiða eldinum leið, að því er manni skildist.
"Greiddu mér götu" söng Megas hér um árið.
P. S. Slökkvistarf er enn í gangi vegna þess að enn er eldurinn logandi undir þiljum og í loftum að því er útvarpsfregnir herma nú um miðnættið. Það er ósvarað spurningum um það, hvað í hönnun og fyrirkomulagi í húsinu gerði það að verkum að þetta óviðunandi hættuástand skapaðist æ ofan í æ.
Aðstoða fyrirtækin við að finna húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ættir að skammast þín fyrir þessi skrif,
"Í stað þess að reyna að hemja útbreiðslu eldsins virtist starfið snúast við upp í það að slökkviliðsmennirnir þyrftu að hamast við að opna allar gáttir með góðu eða illu, brjóta hurðir og skilrúm til þess að greiða eldinum leið, að því er manni skildist"
Ef þú veist svon mikið betur en allir aðrir, og kemur með órökstudda gagnrýni á þá sóma menn sem leggja sig í hættu ,var ekki hrunhætta í húsinu, en þú veist náttúrulega betur að venju.
MCX II (IP-tala skráð) 5.4.2018 kl. 22:38
Ekki ætla ég að alhæfa neitt um starfsaðferðir slökkviliðsins. Það sem vakti hinsvegar athygli mína í þessum bruna, alveg eins og í brunanum í Skeifunni 2014, var að svo virtist sem árángursríkt slökkvistarf hæfist ekki fyrr en á staðina komu geysiöflugir flugvallarslökkvibílar, með nokkurra tommu brunastúta á þakinu. Alvöru græjur, eins og sagt er. Það er umhugsunarefni, hvers vegna slökkviliðið hefur ekki yfir að ráða þannig tæki, þó ekki væri nema einu, sem senda má strax á vettvang, þegar eldur brýst út í svona húsnæði. Að sjálfsögðu á ekki að senda einn einasta mann inn í svona logandi víti. Ef ráða á niðurlögum eldsins, eingöngu utanfrá, hlýtur að þurfa öflugri tæki til þess, en eru nú til taks, strax við úrkall.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 6.4.2018 kl. 00:11
Það var ekki verið að gagnrýna slökkviliðsmenn með því að vitna í lýsingu á störfum þeirra, heldur fyrirkomulagið í húsinu, sem hlýtur að vekja spurningar um aðbúnað allan og fyrirkomulag.
Ómar Ragnarsson, 6.4.2018 kl. 00:14
Lager Icewear er 90% flísfatnaður(plastföt). Flís er olíuafurð og hegðar sér svipað og PU (pólýúriþan) í eldi.
Það er því verið að fást við eld í nær óendalega mörgum litlum olíu ílátum í rekkum um allt húsið og ólíklegt að eitthvað eða einhverjir aðrir hefðu gert betur.
Guðmundur Jónsson, 6.4.2018 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.