Strax ýjað að hryðjuverkum.

Í morgun hefur mátt sjá á blogginu að eldsvoðinn í Miðhrauni geti verið hryðjuverk erlendra "glæpasamtaka." 

Hefur þetta vakið mikla athygli, flettingar og innlit sem von er. 

Er þessu haldið fram meðan varla hefur enn verið slökkt í glæðunum og lögreglan að sjálfsögðu ekki haft aðstöðu til að sanna eða afsanna neitt í þessum efnum. 

Vitnað er í frásagnir af dularfullum sprengingum á meðan á eldsvoðanum stóð og ályktað sem svo, að sprengiefni hafi verið notað til þess að fremja "hryðjuverkið." 

Einnig vitnað í umræðu um "glæpasamtökin" No Border. 

Þessi umræða er dapurleg. 

Eða hverju reiddust hryðjuverkasamtök þegar brunarnir voru í Skeifunni, Hringrás og Gúmmívinnustofunni? 


mbl.is Ekkert sem bendir til saknæms athæfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tja, húsið brann lengi við gríðarlegan hita en samt bráðnuðu engir stálbitar og þakið féll ekki til jarðar í frjálsu falli án fyrirstöðu eins og er vel þekkt afleiðing hryðjuverkaárása á stálgrindarbyggingar...

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2018 kl. 17:58

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar þarna voru þrjár sprengingar svo er óeðlilegt að fólk haldi þetta. Við erum mannleg hér og bara dæmi ef það er stolið frá þér þá er það þjófar sem stela. Yfirleitt eru hryðjuverkamenn sem sprengja.

Valdimar Samúelsson, 6.4.2018 kl. 21:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdimar. Þeir sem oftast sprengja eitthvað í loft upp eru herir.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2018 kl. 21:15

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rétt hjá þér Guðmundur en hvar eru herirnir hér.

Valdimar Samúelsson, 6.4.2018 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband