7.4.2018 | 23:34
Vonandi ekki of seint að koma Mývatni til hjálpar.
Hernaðurinn gegn Mývatni hefur verið hart sóttur um langt skeið, og vonandi koma þær aðgerðir sem loksins nú á að grípa til, ekki of seint.
Vel þarf að halda vöku í þeim málum, því að reynslan í fráveitumálunum sýnir, að margra bragða getur verið neytt til að draga lappirnar áfram.
Auk þess er það undirliggjandi, að rétt eins og að skyndilega var vakið upp úr margra ára dái áhlaup á gígaröðina Eldvörp hér fyrir sunnan, dúkki allt í einu að nýju upp endurnýjaður, einbeittur vilji til þess að reisa 90 megavatta gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi með sömu röksemdum og notuð voru fyrir nokkrum árum.
Svartvatn verði notað í landgræðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skólp(sambland af saur, þvagi og pappír) sem seinna fékk hið snilldarlega nafn seyra, heitir nú svartvatn. Voðalega eru menn að vanda sig við nafngiftina, á þessum sérdeilis skínandi góða áburði. Þetta er seyra, en ekki svartvatn. Treysta menn sér ekki til að skrifa undir kúk og piss, í þessu vel tilfundna nafni? Þykir það ekki nógu fínt, að skrifa undir "viljayfirlýsingu" um seyru? Svartvatn....ég á ekki eitt einasta orð yfir "pjattið".
Deili áhyggjum þínum Ómar, að á bak við þennan skyndilega vilja, til að vernda Mývatn, leynist ráðagerð um "illvirkjun" í Bjarnarflagi. Acer teygir jú anga sína víða og vinnur að öllu sínu með langtímamarkmið í huga, eins og t.a.m. þeim að stjórna orkubúskap okkar, til þess að koma illvirkjanaplönum sínum á koppinn.
Hræddur um að styttist í strenginn yfir hafið, ef hérlendir ráðamenn hrista ekki af sér dusilmennarykið og fari að hugsa um þjóðarhag, til tilbreytingar.
Undirskrift viljayfirlýsingar, sem er í raun einskisvert plagg, á ísnum á Mývatni, er populistatrikk, nema nú þegar sjáist efndir. Hræddur um að þeirra sé talsverð bið eftir, því miður.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 02:08
nú virðist mývatn vera að jafna sig eftir nokkur mögur ár. seinlega vita menn ekki af hverju til fullnustu. mögulega áfall af borholum eða gosið við Kröflu á sínum tíma breitt einhverju. því ekki höfum við mikkin fróðleik um eldri gos og áhrif þess á svæðið. skil svosem ekki hvernig þetta kemur eldvörpum við menn gétta ekki verið á móti rammaáætlun þegar það bara hentar manni sjálfum. skemmtilegur puntur frá norska rammaáætlunarmanninum um hina íslensku rammaáætlun. þar sem hann. sýndist sú íslenska veru miklu pólitískari en sú norska. enda eru meirihluti fulltrúa hinnar íslensku rammaáætlunar skipaður á pólitískan hátt. ekki mótmælti guðrún pétursdóttir því
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.4.2018 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.