Athyglisverð umfjöllun 60 mínútna um tölvuárásir Rússa.

Donald Trump lét sér það í léttu rúmi liggja í kosningabaráttunni 2016 fréttir um tilraunir Rússa til árása á tölvukerfi vestra og tilraunir á þann hátt til að hafa áhrif á kosningarnar þar. 

Fram kom í þessum 60 mín þætti, að erfitt verði að uppfæra öll tölvukerfi í tæka tíð,  sem tengast kosningum og lýðræði vestra 2020, hvað þá fyrir "miðjutímabilskosningarnar" sem er mun skemmra undan. 

Trump talaði einnig ansi vinsamlega um Pútín 2016 og hafði skilning á stefnu hans. 

Nú kveður við annan tón hjá Trump, enda langlíklegast að þessar aðgerðir Rússa séu til þess að grafa almennt undan bandarísku lýðræði og veikja trúna á það og stjórnkerfi BNA bæði innan lands og utan. 

Þar með vaknar óvissa, það verður enginn óhultur og Trump sjálfur eða þau öfl sem að baki honum standa gætu orðið skotmörk. 

Það þarf engan að undra þótt Pútín fari inn á þetta svið til þess að veikla önnur stórveldi og auka veldi síns lands í staðinn. 

Hagkerfi Rússlands er veikt, minna en Spánar, en Pútín dreymir um að veldi Rússlands verði almennt í samræmi við kjarnorkuveldi þess og veldi og áhrif Rússlands svipað og veldi Sovétríkjanna var fram til 1980. 

Í kjarnorkumálum ríkir hins vegar dauð pattstaða milli Rússlands og Bandaríkjanna því að sagt er að kjarnorkuherafli þeirra myndi nægja til að eyða báðum löndunum minnst fimm sinnum. 

Pútín rígheldur því í sterka stöðu í Sýrlandi, sem er það afmarkaður vígvöllur, að her Rússa ræður vel við það verkefni og hefur náð betri stöðu en flestir héldu að væri mögulegt. 

Að því frátöldu er tölvuhernaður spennandi kostur fyrir Rússa, því að afleiðingar tölvuhernaðar eru það miklar, miðað við það fjármagn sem lagt er í hann, að þar fæst kannski mest fyrir peninginn til að efla vald Rússlands á kostnað annarra öflugra ríkja. 


mbl.is Hannity er leyndi skjólstæðingur Cohen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband