17.4.2018 | 13:27
Einn af örlagavöldunum í lífi mínu.
Guđrún Stephensen leikkona skilur eftir sig dýrmćtar minningar hjá mörgum.
Hún vann viđ kennslu í Laugarnesskólanum ţegar ég var ţar nemandi frá sjö til tólf ára aldurs, og enda ţótt hún kenndi mér ekki varđ hún sá kennari í skólanum, sem hafđi mest áhrif á lífshlaup mitt.
Án ţess ađ ég vćri međvitađur um ţađ ţegar ég var tólf ára, beindi hún mér inn á braut í lífinu sem ég átti eftir ađ feta.
Ţetta gerđi hún međ ţví ađ benda föđur sínum, Ţorsteini Ö. Stephenssen og ţeim Gunnari Hansen leikstjóra og Einari Pállsyni leikara á ađ fela mér hlutverk götudrengsins Gavroche í leikritinu Vesalingarnir, sem Gunnar skrifađi eftir hinu heimsţekkta stórvirki Victors Hugo.
Ţorsteinn lék ađalhlutverk sýningarinnar, Jean Valjean.
Gunnar hafđi ćtlađ götudrengnum tiltölulega stóran hlut í sýningunni, og hann og Einar útskýrđu ţađ fyrir mér ađ ţađ stefndi í ađ fjölmennasti hópur "vesalinga" í heiminum yrđu götubörnin í ört vaxandi stórborgum fátćku ríkjanna.
Götudrengurinn átti ađ halda mikilvćga ţrumurćđu í upphafi seinni hlutans eftir hlé og vera talsmađur "vesalinganna."
Ég hafđi tekiđ ţátt í tveimur leikritum í skólanum, sem Guđrún sá, og byggđi tillögu sína til Gunnars og Einars á.
Í undirbúningnumm fyrir hina miklu sýningu, sem tók meira en ţrjár klukkustundir, lögđu ţeir Gunnar og Einar alúđ viđ ađ frćđa mig og undirbúa sem best fyrir hlutverkiđ og túlkun bođskapar skáldins, og var ţađ ómetanlegt veganesti út í lífiđ, ţótt ég áttađi mig ekki á ţví til fulls fyrr en löngu seinna, ađ fá svo ungur jafn góđan grunn til ađ byggja á síđar.
Guđrúnu kynntist ég betur síđar í ţeim leikritum, sem ég tók ţátt í í Iđnó og hún var í einu orđi sagt yndisleg manneskja og öđlađist sérstakan sess í hjarta mér.
Ţví kveđ ég hana međ ţökk og söknuđi og votta hennar nánustu dýpstu samúđ.
Andlát: Guđrún Ţ. Stephensen leikkona | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.