Nú er varla hægt að opna blað án þess að þar séu auglýsingar um ævintýralega bíla á mjög hagstæðu verði.
Dæmi 1.
Tvinnbíll (hybrid) dásamaður af því að hann sé "sjálfhlaðandi." Hvað þýðir "sjálfhlaðandi"? Jú, það er ekki hægt að tengja hann við hið hreina og ódýra rafmagn, heldur verður að hlaða rafhlöður bílsins með orku úr hans eigin bensínvél, en síðan er rafaflið leitt út í hjólin. Þetta er ókostur en ekki kostur hvað spareytni og umhverfismildi snertir.
Eyðsla þessara bíla á jarðefnaeldsneyti er ekkert minni en á sambærilegum og einföldum dísilknúnum bílum.
Sala "hydbrid" leið fyrir það árum saman að þeir voru eingöngu sjálfhlaðandi og það var ekki fyrr en "tengil-tvinnbílar" komu fram að hægt var að hlaða slíka bíla með raforku úr heimilisúttaki eða hraðhleðslustöð og aka þeim jafnvel dögum og vikum saman innanbæjar eingöngu á því rafmagni. Ef ekki er hægt að hlaða bílinn í gegnum tengil, svo sem á lengri leiðum eða ef gleymst hefur að hlaða, geta þessir bílar verið "sjálfhlaðandi" eftir þörfum.
Dæmi 2.
Smájeppi, sportjeppi, dásamaður fyrir það að vera léttur, ódýr og með stórt farangursrými. En af hverju er hann léttur, ódýr og með mikið farangursrými? Af því að hann er ekki jeppi, það vantar í hann fjórhjóladrifið!
Nú þegar hef ég heyrt um fólk, sem telur sig hafa keypt köttinn í sekknum með því að kaupa "sjálfhlaðandi" bíl, "hybrid" í staðinn fyrir "plug-in hybrid."
Og úr því að orðið sekkur er hér notað má minna á þjóðsöguna um manninn með poka á bakinu, sem settist upp á hest til þess að létta álaginu af skepnuni.
Þegar hann var spurður af hverju hann gerði þetta svaraði hann: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber."
Sem gæti verið hliðstætt þvi að nefna "sjálfhlaðandi bíl" og bæta við: "Rafmagnsreikningurinn hefur ekki hækkað í krónu við það að ég keypti þennan bíl. Reikningurinn hefur hins vegar hækkað hjá vinum mínum sem hafa keypti tengiltvinnbíl (plug-in hybrid).
Þarft að auka drægi og fjölga rafbílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.