Tvær þær verstu, "Hverju þakkarðu langlífið?" og "how do you like Iceland?"?

Sagan segir að þegar hinn heimsfrægi fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, Yehudi Menuhin, hafi við komu til Íslands staulast út um dyrnar á flugvél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli á móti austan hríðinni, sem stóð beint upp í nefið á honum, hafi einn af þekktustu fréttamönnum landsins, staðið þar, rekið hljóðnema upp í andlitið á honum eftir að hafa spurt: "how do you like Iceland?"

"What?" svaraði Menuhin, "I´am just arriving." 

Þessi margtuggða spurning er hugsanlega önnur tveggja verstu spurninga, sem íslenskt fjölmiðlafólk spyr. 

Hin er oft borin upp við fólk, sem er orðið hundrað ára eða eldra:

"Hverju þakkar þú langlífið?" 

Ein 105 ára, sem var spurð að þessu, svaraði: "Ætli það sé ekki vegna þess að ég hef sloppið við að drepast?"


mbl.is Þakkar pípu og ákavíti langlífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband