21.4.2018 | 15:25
Sérkennileg sýn á lýðræðið.
Það er sérkennileg sýn á lýðræðið að telja það aðeins aukið lýðræði hvernig samið er um stefnu ríkisstjórna í stjórnarmyndunarviðræðum og því síðan fylgt eftir í framkvæmd.
Þeir, sem núna setja þetta á oddinn eru sömu aðilarnir sem ekki hafa mátt heyra það nefnt að innleiða beint lýðræði í kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslum, og enn síður viljaða taka það í mál að fylgja eftir vilja yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012.
Lýðræðið látið undan síga hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðeins ruglingislegur pistill en varla ertu að vísa til baráttu Sigmundar fyrir því að þjóðin fengi að kjósa um Icesave? Nú eða hvort sækja eigi um aðild að ESB?
Varla ertu að tala gegn því að fulltrúar þjóðarinnar sem hún kýs í lýðræðislegum kosningum tali hennar máli og vinni að hennar hagsmunum gegn öðrum þjóðum þegar á brýtur með kröfur um upptöku eigna Íslendinga?
Varla ertu að tala fyrir því að frambjóðendur lofi upp í ermarnar t.d. stórátaki í umferðarmálum, eingöngu til að hljóta kosningu en geri svo ekkert með slíkt eftir kosningar eins þótt allir flokkar í viðkomandi ríkisstjórn hafi lofað þessu?
Til hvers að kjósa fólk í valdastöður ef það telur sig ekki eiga eða meiga beita völdum í þágu kjósendanna?
Hverjir fara þá með völdin?
bjarnigb (IP-tala skráð) 22.4.2018 kl. 13:20
Ég er að vísa til nýrrar stjórnarskrár stjórnarskrár, sem gerir kleyft að láta þjóðina sjálfa kjósa beint og bindandi í þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilsverð mál og gerir mögulegt að endanlegt val á framboðslista flokka fari frem í kjörklefanum.
En gegn þessu hefur SDG talað í mörg ár.
Ómar Ragnarsson, 22.4.2018 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.