27.4.2018 | 05:18
Meira en tíu kílómetra langt lón - og síðan fjörður.
Línurnar, sem sýna samfellda minnkun og hop Breiðamerkurjökuls í meira en hálfa öld, eru í hrópandi ósamræmi við hávær andmæli þeirra, sem bera á móti hlýnun loftslags.
Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til annars en að spá, sem sett var fram á kvöldfundi Verkfræðingafélaga Íslands fyrir 30 árum, muni rætast.
Hún var sú, að smám sama og jafnt og þétt myndi jökullinn hopa og lækka og lónið lengjast og dýpka uns það næði meira en tíu kílómetra inn í land.
Og á endanum myndi hið mjóa eiði, sem aðskilur ströndina og suðurenda lónsins, rofna vegna minnkandi framburðar jökulaurs, sem jökullinni skóflar upp og áður fór allur beint í hafið.
Þar með myndi Þjóðvegur eitt rofna og í staðinn yrði kominn fjörður á grænlenska vísu með fljótandi ísjökum, sem yrðu til trafala fyrir ferjusamgöngur yfir lónið í stað hringvegarins.
Á mögnuðum fundi í Háskólabíói í fyrrakvöld sýndi Magnús Tumi Guðmundsson sýnina um lónið/fjörðinn langa leið inn með fjöllunum austan við jökulinn.
Á meðfylgjandi mynd er hann í ræðustóli vinstra megin á myndinni með mynd af Grímsvötnum á tjaldinu, tekinni eftir gos í byrjun aldarinnar.
Eitt getur sett strik í þennan reikning varðandi myndun stórs og djúps fjarðar, en það er landris á Suðausturlandi vegna léttara fargs jökulsins, sem myndi hækka ströndina sjálfa eitthvað.
Spurningin er hvort það landris muni koma í veg fyrir myndun opins fjarðar.
Til þess að vinna gegn rofi hringvegarins og háspennulínunnar hefur verið bent á nauðsyn þess að búa til nýtt og miklu lengra útfall úr lóninu austar á sandinum, þar sem áin Stemma hvarf fyrir um tuttugu árum.
150 metrar horfnir þar sem mest er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar hin velgefni. Ómar núll stilltu þig 500 ár aftur í tíman og horfðu á klofajökul í huganum úr frúnni þinni. Sérðu hitastigið þá.? Já Normalt svo kólnar eins og sagan segir í nokkur hundruð ár svo útkoman er Breiðamerkur jökull. Rétt. Eigum við ekki að vera róleg þar til þú sérð aftur lónið og fjörðinn okkar. Myndi það ekki gleðja hjörtu okkar. Kannski eins og allralengstufjörðum á Norður hveli.
Það er ekkert sem heitir global Warming heldur er lokal warming á hinum og þessum stöðum. Hugsaðu þetta aðeins. Lokal Warming.
Valdimar Samúelsson, 27.4.2018 kl. 11:48
"Ekkert til sem heitir global warming"? Ó, jú, global warming tölurnar eru fengnar þannig að tekið er meðaltal á öllum veðurstöðvum jarðarinnar.
Í þessum pistli er ég að eins að rekja ískaldar athugandir vísindamanna og verkfræðinga á því sem er að gerast við Breiðamerkurlón.
Hvað er athugavert við það?
Ómar Ragnarsson, 27.4.2018 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.