Svipað fyrirbrigði og í sumum erlendum borgum.

Mismunandi stjórnmálaskoðanir fólks eftir búsetu í borgum og hverfum hefur alltaf verið athyglisverð. 

Þannig voru íbúar Kaupmannahafnar í gamla daga tvískiptir eftir því hvort þeir bjuggu í miðborginni sjálfri eða í þeim hluta borgarinnar, sem var vestar og nefndist Frederiksberg. 

Vígi krata í miðborginni var lengi sterkt, en hægri menn öflugri í Fredriksberg. 

Í byrjun vaxtarskeiðs Kópavogs var vinstri meirihluti þar, en Sjallar héldu naumlega velli í Reykjavík. 

Síðan óx Kópavogur, breyttist í hálfgerðu frumbýlinga sveitarfélagi með svipaðan svip og dreifbýliskauptún í næst stærsta sveitarfélag landsins með stærri og veglegri byggingum sem gerðu Kópavog líkari öðrum "úthverfum" á höfuðborgarsvæðinu, þar sem efnaðra fólk bjó en áður var. 

Sjálfstæðisflokkurinn naut þess lengi í Reykjavík að úthverfin innan borgarmarkanna voru stór, og byggð nógu mörgu vel stæðu fólki til þess að fylgið í þess röðum skilaði sér til Sjallanna. 

Þar að auki var hægri borgarstjórameirihlutinn í lunkinn við að standa fyrir það góðu félagslegu umhverfi að það var stundum fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög. 

En eftir Hrunið hefur flokkurinn ekki borið sitt barr í borginni, því að 30 prósent fylgi er langt fyrir neðan það 45-50 prósent fylgi sem hann hafði allt frá 1920-2010. 

Fylgið í austasta hluta borgarinnar er þó svipaðra því sem er í "úthverfum" utan borgarmarkanna, en í vesturhluta borgarinnar, nokkurs konar Kaupmannahöfn/Frederiksberg heilkenni. 

Allt er á hreyfingu út frá borginni líkt og um eins konar miðflóttaafl sé að ræða, og metfjölgun er fyrir austan fjall og á Suðurnesjumm. 


mbl.is „Vesturbæjaríhaldið“ útdautt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband