Óvenju hlýr apríl bjagar myndina.

Trausti Jónsson fjallar um það í bloggi sínu hvað veður hefur verið hlýtt í apríl. Nú heyrir maður ýmsa taka andköf yfir komandi snjókomu víða um land og hita niður undir frostmarki þar sem hlýjast er.

Og finnst það vera merki um óvenjulega kulda.  

En þá getur verið ágætt fyrir mann að minnast þeirra ferða, sem oft voru farnar um mánaðamótin apríl-maí til að skemmta á 1. maí hátíðum hér og þar. 

Þessum ferðum fylgdu iðulega hrakningar á heiðavegum í ófærð og slæmu veðri. 

Ástæðan var ósköp einföld: Meðalhiti í Reykjavík 1960-1990 var aðeins 4,5 stig og á Akureyri 3,6 stig. 

Það getur snjóað í 2ja stiga hita, svo að það þarf litla kuldasveiflu til að það fari að snjóa. 


mbl.is Von á snjókomu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég man heldur ekki eftir neinum hlýindum í Páskafernunum í öræfasveitina fyrir tíma brúanna. Oftast snjór yfir öllu allt frá Vík og austur. Eitt sinn komst ég á þurru yfir breiðamerkurlónin en það var ekkert rennsli og myndaðist fjöruborð við sjóinn. þetta var c 1965 6 og 7.

Valdimar Samúelsson, 29.4.2018 kl. 09:24

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS eitt árið var 25 stiga frost. 

Valdimar Samúelsson, 29.4.2018 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband