Það nýjasta, 9,9 trixið. Strax langleiðina í Kárahnjúkavirkjun?

Tæpum 50 árum eftir grein Laxness, "Hernaðurinn gegn landinu", er blásið til stórsóknar gegn lindám landsins og öðrum vatnsföllum með nýrri útfærslu á "túrbínutrixinu" sem var notað 1970. 

Þá voru fyrst keyptar túrbínur í virkjun Laxár áður en nokkuð væri farið að ræða við landeigendur, þar sem stefnt var að því að sökkva Laxárdal og og stúta hinu auruga Skjálfandafljóti og fossum þess  í leiðinni með því að veita henni í Kráká og Mývatn.

Trixið fólst í því að kæfa allt andóf með því að láta fólk standa frammi fyrir gerðum hlut.  

Þegar Þingeyingar andmæltu, var þeim kennt um að valda stórfelldu fjártjóni sem fælist í því að sitja uppi með ónotaðar túrbínur. 

Sigurði Gizurarsyni verjandi andófsfólks sneri þessu hins vegar við með því að færa rök fyrir því, að þeir sem hefðu tekið áhættuna af því að kaupa fyrst túrbínur fyrir óklárað mál, væru þeir, sem ættu að bera ábyrgð á gerræðislegum vinnubrögðum sínum. 

Nú hafa virkjanafíklar fundið forláta trix, sem felst í því að allt í einu eru komnar fram hugmyndir um alls 55 9,9 megavatta vatnsaflsvirkjanir. 

Hugsanlega fleiri á leiðinni. 

Nú þegar eru sem sé komnar fram hugmyndir um að virkja vatnsafl sem fer samtals langleiðina í Kárahnjúkavirkjun, án þess að fram fari mat á umhverfisáhrifum. 

Rétt eins og það átti að valta yfir landeigendur 1970 er núna ætlunin að valta yfir náttúruverndarfólk með því að nýta sér það gat í lögum, að virkjanir sem eru með minna afl en 10 megavött þurfa ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. 

Þetta ákvæði er fáránlegt, rétt eins og umhverfisáhrif virkjana fari bara eftir túrbínustærð.

Þar að auki gefur það færi á að skipta stórum og löngum ám upp og virkja þær með röð af 9,9 megavatta virkjunum.  

 


mbl.is Lindár verði verndaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlunin er ekki að valta yfir náttúruverndarfólk. Enda flestum sama hvort þetta náttúruverndarfólk sjái það sem persónulega árás og fari að grenja þegar starfað er eftir þeim lögum og reglum sem gilda. Og telji það væl, ásamt uppnefnum þessa náttúruverndarfólks, auman málflutning. Því þetta náttúruverndarfólk er orðið, eins og liðið sem telur sig feminista og vilja gelda alla karlmenn, ómarktækt vegna öfga.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.4.2018 kl. 02:11

2 identicon

9.9 eru skemtilegar reiknikúnstir sem ég hef eingan skilníng´´a varla heimarafstöðvar. en menn verða að reina að bjarga sér fyrir furðudýrum stökkbreitum verndassinum. sem sjálfir eru í öruggum störfum oft á vegum ríkisins. en gleima því stundum að peníngar verða ekki til úr eingu. þeir benda oft á ferðaþjónustuna. sem skemmir oft ekki minna en iðnaðurinn.við þurfum fjölbreittan atvinnuiðnar til þess að mínka sveiplur til þess þurfum við rafmagn. þasð verður ekki til með umverfisvænum hætti. menn verða bara að mínka skaðan einsog hægt er að virkja bara þjórsá eða reykjaneskagan. ugnast mér lítt vegna náttúrhamfara á þessum svæðum því þarf að dreifa þeim víðar um landið ef ílla fer 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.5.2018 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband