30.4.2018 | 13:47
Bókin heldur vonandi áfram velli með sinni sérstöðu.
Form menningar eru í kröppum sjó hin síðustu ár. Sala á geisladiskum hefur hrunið og tónlistarfólk verður að fara afturábak um 70 ár, aftur fyrir vinylplötuna og lifa á hljómleikahaldi.
Í staðinn fyrir geisladiskinn ríkir niðurhal á netinu og að fara með tónlist inn á Spotify, sem er næstum eins og að gefa tekjur frá sér, því að íslenski markaðurinn er svo agnarlítið brotabrot af heimsmarkaðnum.
Það er líka sótt að bókinni, em í henni leynist kannski von um að hún standist áhlaupið.
Hljóðbókaapp í sátt við rithöfunda er skynsamleg ráðstöfun, því að eftir sem áður mun bókin njóta sérstöðu.
Handhægar bækur er hægt að lesa á þeim hraða, sem lesandanum hentar, og næstum hvar sem er.
Hann er örskotsfljótur að fletta til baka, fletta áfram, eða lesa eitthvað aftur.
Erfitt að sjá að neitt annað form geti komið í stað þessarar sérstöðu bókarinnar.
Hljóðbókaapp í sátt við rithöfunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.