En hvað um álagstímana?

Sú spá, að á næstu 20 árum muni íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 70 þúsund þýðir einfaldlega, að ef fólk gerir sömu kröfur og nú til þess næstum hver maður eigi einkabíl, muni þessum einkabílum, eins stórir og þeir virðast ætla að verða samkvæmt auglýsingum blaðanna, fjölga um 50 þúsund. 

Augljóst er að það verður fjárhagslaga og tæknilega ómögulegt að finna rými fyrir allan þennan stórbrotna bílaflota í umferðinni. 

En það verður hins vegar hvorki mögulegt né æskilegt að útrýma einkabílum. 

Þó ekki væri nema vegna þess að að það hljóta að vera takmörk fyrir því hve auðvelt verður að koma við deilibílum á helstu álagstímunum í umferðinni, snemma á morgnana, heldur minna í kringum hádegið, en síðan aftur á tímanum milli klukkan fjögur og sex síðdegis. 

Það er fleira en skutl úr og í vinnu og til ýmissa erinda, sem skapar þessa álagstíma. Það er líka skutl með börn í leikskóla og alls kyns tómstundastarf og tómstundatíma. 

Erlendis má sjá hvernig stór hluti af lausninni felst í smærri farartækjum en þeim stóru og dýru bílum, sem nú seljast einna mest og bílaverksmiðjurnar hamast sem mest við að græða á, svo sem hinum svonefndu jeppum, sem eru flestir bara venjulegir fólksbílar með jeppaútlit.

En auðvitað þarf ekki 1500 kíló af stáli til að flytja 100 kíló af mannakjöti um göturnar.  

Í Japan myndi öll umferð fara í hnút ef ekki væru þar í landi boðnar miklar ívilnanir Daihatsu Cuorevarðandi litla fólksbíla, svonefnda kei-bíla, sem eru minna en 3,40 á lengd og 1,48 á breidd. 

Myndin er af einni af nýrri gerðum Daihatsu Cuore, en nokkrir bílar af þeirri gerð voru fluttir hingað til lands 1987-1988 og aftur 1999.

Nýju gerðirnar eru mun rúmbetri en Cuore 99 var, þótt lengd og breidd séu hin sömu. 

Hver þessara bíla, sem bjóða upp á alveg nóg rými fyrir fjóra í sætum, þekur um 5 fermetra í gatnakerfinu í stað þeirra 8 fermetra sem meðalbíllinn hér þekur. 

Ef helmingur einkabílanna á höfuðborgarsvæðinu, segjum 100 þúsund bílar, en það er sú tala bíla, sem ekur um Ártúnsbrekkuna á hverjum degi, væri af japönsku stærðinni, myndu þeir þekja samtals 500 þúsund fermetra eða hálfan ferkílómetra í stað 800 þúsund fermetra hátt í heilan ferkílómetra. 

300 þúsund fermetrar yrðu auðir í gatnakerfinu, sem nú eru þaktir bílum, og á Miklubrautinni myndu 100 kílómetrar af malbiki verða auðir á hverjum degi, sem nú eru þaktir bílum. 

Létta "vespu"vélhjólið mitt, Honda PCX 125cc, er 1,91x0,70, og þarf því 1,3 fermetra á götunni, sem er sex sinnum minna rými en meðal einkabíllinn íslenski. 

Ef vélhjólum yrði svipt burtu úr umferðinni í stórborgum í Evrópu, myndi öll umferð þar fara í hnút. 

Eftir tveggja ára reynslu mína af notkun Hondunnar og rafreiðhjóls blæs ég á allt tal um ómögulegt veður, sem komi í veg fyrir notkun reiðhjóla, rafreiðhjóla og vélhjóla í umferðinni. Meðfylgjandi mynd af því var tekin fyrir réttu ári, 1. maí 2017.Léttir 1. maí

Meira að segja eftir að ég get verið á minnsta rafbíl landsins, sem tekur helmingi minna pláss á götunum en meðalbíll og getur þó flutt tvær persónur í fullum þægindum og hita, verður létta vespuhjólið oft frekar fyrir valinu, vegna þess að umferðarteppur og skortur á stæðum bíta ekki á það. 

Með öðrum orðum: Sá fararmáti er lang áhyggjuminnstur og skilar manni öruggast á ákvörðunarstað á tilsettum tíma, einkum á mestu álags og umferðartepputímunum. kawasaki-j300-640x408-620x395

Geysileg samkeppni er víða erlendis í sölu á svona hjólum, og er boðið upp á lúxushjólt í svonefndum "sófaflokki" eða "maxi-flokki" sem bjóða upp á meira rými og þægindi en algengustu vespuhjólin en eyða samt ekki nema um 2,5-2,7 í raun í umferðinni. 

Myndin er af Kawasaki j125, en einnig er hægt að fá aflmeiri hjól, sem þó fara ekki yfir 3 lítra í eyðslu á hundraðið.

Svona hjól getur verið með allt að 90 lítra farangursrými undir sætinu og í farangurskassanum, og vegna lágs og mjúks sætis og langrar vegalengdar á milli hjóla, auk hagræðisins af skjólinu gegn regni og vindi, eru þetta afar góð ferðahjól.  

 


mbl.is Einkabílar verði brátt óþarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar góð grein en hvað er að ske í þessu þjóðfélag vegna einkabíla en það er allt að fara á límingunni. Sjálfkeyrandi bílar og ég veit ekki hvað. Ha hvað með sjálfkeyrandi bifhjól. Sérðu ekki hvað þetta er vitlaust. Við erum með nokkur þúsund bílaleigubíla. Við erum með leigubíla sem hafa þjónað dyggilega yfir árin en nú er verið að sækja fólk upp í að hringja í tölvu og láta sjálfkeyrandi bíl koma kannski ef hann er laus til að aka sér. myndir þú vilja vera á bifhjóli innan um svoleiðis tæki sem bíllin miðar á. Fólk er að verða gagaga. 

Já hvað er að þessum málum eins og þau eru í dag á Íslandi, Hvað ef það er komin heimskautavetur hvar eru þá rafmagnsbílarnir.

Valdimar Samúelsson, 1.5.2018 kl. 08:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orkugeymd rafhlaðanna fellur um eitt prósent við hvert hitastig undir 20 stigum. 

Í 10 stiga frosti hefur drægnin fallið um 30 prósent. En þegar næsta kynslóð rafgeyma kemur á Nissan Leaf verrða 60 kílóvattstundir á hverjum bíl, en voru bara 24 fyrir þremur árum. 

Það eru miklar framfarir á þessu sviði og líka í hraðhleðslustðvunum. 

Ómar Ragnarsson, 1.5.2018 kl. 09:28

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka upplýsingarnar en átti heima í Alaska þar sem stundum var mínus 50°C svo þekki alveg kuldann. menn gleyma oft að það eru svæði sem þetta gengur allsekki. Segjum 20.000 rafmagnabílar bílar og eigendur sem fara hringvegin frá Reykjavík á milli 8 og 10. þeir komast kannski austur að Klaustur eða öræfasveitina. Hvað.??? Breyttu magninu í 5000 bíla og hvað...??? Breyttu svo í 1000 bíla og deildu þeim niður á svæði frá vík og austur að Höfn. Þú ert með bíla fasta í 1 til 3 klukkutíma á meðan bensín/diesel bíll komst minnst 600 km og það tekur ekki 5 mínundur að fylla tankinn fyrir næsti 600 km. Ég held oft að fólk sé létt klikkað. Svo má ekki gleyma því að þetta er bara ekki umhverfisvænt á heildina litið. Hvaða málmar eða efni sem notuð eru í rafhlöður er annað mál og orka til að vinna það. Lestu um Vindmillu svindlið og öll tonnin sem fara í að framleiða þær.   Sísuss....  13 ára barnabarn spurði mig. Sagði afi hvernig getur borgað sig að hafa rafmagnsbíla í HongKomg þar sem rafmagn er framleitt með kolum. Hans vinir voru allir að spá.    

Valdimar Samúelsson, 1.5.2018 kl. 10:30

4 identicon

Gústi (IP-tala skráð) 1.5.2018 kl. 10:56

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bjóst einhver við öðru en að slysum fjölgaði á rafreiðhjólum um leið og notendum þeirra fjölgaði?

Bjóst til dæmis einhver við öðru hér á okkar landi en að að fleiri erlendir ferðamenn lentu í slysum jafnhliða því sem þeim fjölgaði?

Ef þetta með gömlu mennnina á hjólunum á að vekja sérstaka athygli mína af því að ég lenti í reiðhjólaslysi í apríl 2016, þá var orsök þess slyss engan veginn aldur minn, heldur sú, að ökumaður bíls blindaðist af kvöldsól, sá mig ekki fyrir framan sig þar sem ég var að á gangbraut fyrir framan hann, ók á hjól mitt aftanvert svo að það kastaðist með mér upp á húddið og framrúðuna hjá honum og síðan ofan af bílnum í götuna. 

Sams konar slys hefði alveg eins getað orðið ef hann hefði blindast af sól og við verið báðir á bílum við gatnamót, en hann hefði ekki séð mig og ekið beint inn í hliðina á mínum bíl. 

Á hjólinu bjargaði hlífðarhjálmurinn mér, hann braut framgluggann á bíl sólblindaða ökumannsins, en höfuð mitt hefði óvarið brotið hliðarrúðuna í bíl mínum ef ég hefði verið á bíl. 

Ómar Ragnarsson, 1.5.2018 kl. 14:31

6 identicon

Feigum verður ekki forðað. Þeir hefðu hvort sem er drepist þó þeir hefðu verið á bílum. Er það það sem þú ert að segja? Þeir eru ekki viðbót í umferðinni eins og ferðamennirnir hér og því ekki hægt að skilja það öðruvísi.

Öll erum við vissulega feig. Má ég nota þessa sniðugu "samskonar,- hefði getað" röksemdarfærslu þína til að réttlæta afnám skyldunotkunar öryggisbelta og fyrir því að gera lítilsháttar ölvun undir stýri löglega? Höfuð þitt hefði víst óvarið brotið hliðarrúðuna í bíl þínum hvort sem þú hefðir verið edrú og spenntur í belti eða fullur og án bílbeltis. Samkvæmt röksemdarfærsluaðferðinni skapar það því ekki meiri hættu að vera fullur og án bílbeltis.

Gústi (IP-tala skráð) 1.5.2018 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband