Þrisvar skotið á Bandaríkjaforseta í 68 ár, aldrei á Frakklandsforseta.

Síðan um miðja síðustu öld hefur þrívegis verið reynt að skjóta Bandaríkjaforseta, og tókst tilræðið þegar John F. Kennedy var skotinn. 

Harry S. Truman og Ronald Reagan sluppu, Truman ómeiddur en Reagan hættulega slasaður, og munaði örfáum sentimetrum að Reagan hefði látið lífið. 

Hann var hins vegar mjög fljótur að jafna sig. 

Síðan má minnast á að, að í árásinni á Bandaríkin 11. september 2001 átti að fljúga einni af fjórum þotum á Hvíta húsið, en farþegar um borð í þeirri þotu, sem ætlunin var að fljúga á Hvíta húsið, réðust gegn flugræningjunum og komu í veg fyrir að þotan kæmist alla leið. 

Það er því ekki að undra að gríðarleg áhersla sé lögð á öryggisgæslu í öllu umhverfi forseta Bandaríkjanna og hans nánustu. 

Ekki fara af því sögur, svo að mig reki minni til, að gert hafi verið banatilræði við forseta Frakklands síðustu 100 ár, sem svipar til tilræðanna við Bandaríkjaforseta. 

Að vísu stóð til veita bíl De Gaulle forseta fyrirsát á leið hans um þjóðveg, þegar öldur risu hæst vegna Alsírmálsins, en sú fyrirætlun fór algerlega út um þúfur. 

Eðlilegt er í ljósi sögunnar eftir Seinni heimsstyrjöldina, að strangari öryggisgæsla sé í kringum Bandaríkjaforseta en flesta eða alla aðra þjóðarleiðtoga heims. 

Einnig er á það að líta hve mikil völd fylgja viðkomandi embætti. 

Og raunar eru diplómatískar reglur í gildi sem gera sérstakar kröfur til öryggisgæslu þjóðhöfðingja, sem oft fara í taugarnar á þeim, jafnvel forseta jafn fámenns ríkis og Íslands.  

Hér að ofan er fjallað um síðari hluta 20. aldar og byrjun þessarar aldar, en geta má þess, að sé farið aftar í tímann, fyrir Seinni heimsstyrjöldina, var Doumer, forseti Frakklands, myrtur í París 1932, en hann hafði afar lítil völd. 

Og Alexander, konungur Júgóslavíu, var myrtur í heimsókn í Marseilles 1934. 


mbl.is Segir Melaniu Trump ekki geta gert neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar fyrir skemmtilega fræslu.

Reyndar var Citroen DS bifreið De Gaulle eins og gatasigti eftir vélbyssuárásina á hann 1962. En "þeir skutu eins og grísir" sagði De Gaulle, og hélt áfram að borða þorskstöppuna sína.

Og ekki nóg með það, síðasta valdránstilraun í Frakklandi var að mig minnir svo seint sem 1958. Sá armur hersins sem stóð að henni náði Korsíku á sitt vald. Hatrið út í De Gaulle var slíkt að Mitterand gat ekki einu sinni stutt hann og heiðinginn Sartre sagðist frekar myndi kjósa Guð en De Gaulle.

En þarna var orðið ljóst að herinn studdi ekki nægilega Fjórða franska lýðveldið sem stóð á barmi borgarastyrjaldar og De Gaulla samþykkti að snúna til baka ef hann fengi aukin völd til að koma nýrri stjórnarskrá í gegn og gæti setið ósnertanlegur við völd í sjö ár. Hún kom, en enn og aftur virðist hún ekki vera nógu góð, því nú er talað um þörfina á Sjötta lýðveldinu. Kenna má universalisma-reglusetti líberalisma frönsku byltingarinnar um allt að 15 misheppnaðar stjórnarskrár landsins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2018 kl. 17:33

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Strangari öryggisgæsla ... hefur lítið með þetta að gera, að því er ég held.  Menn eins og De Gaulle, voru bara "trippi til sýnis".  Donald Trump ræður engu ... hann líka, bara "tripp til sýnis".  Menn breita engu, með að ráða þessa menn af dögum ...

Örn Einar Hansen, 1.5.2018 kl. 17:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bandaríkjamenn eru líka 3-4X fleiri en frakkar.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.5.2018 kl. 19:23

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Ómar. Ég myndi segja að Bandaríkin síðustu hálfa öld eru það sama og Evrópa var og kannski hér á einhvern hátt áður .

Írska og Ítalska mafían sem vinna það og svo öfgahópar sem tilheyra Democrötunnum. Sjáið Californíu sem vill splitta sig frá bandalaginu. 

Valdimar Samúelsson, 1.5.2018 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband