Ólíkt hafa vélhjólamenn hafst að hér eða erlendis.

Eitt sinn var sagt að Osló væri stærsta sveitaþorp í heimi og Kaupmannahöfn róleg og friðsæl. Smám saman virðist þetta hafa verið að breytast. DSC01633

Lengi vel voru svonefnd vélhjólagengi á borð við Vítisengla skrifuð fyrir fjölgun glæpa og innbyrðist átökum slíkra hópa, en síðustu hefur fjölgað fréttum af miklu víðtækari óöld og "holskeflu glæpa" sem nú sé riðin yfir.

Fyrir allmörgum árum stöðvaði íslenska lögreglan hóp Vítisengla á leið hingað, og var það ekki óumdeilt. 

En í ljósi síðari frétta er ljóst að þessi stöðvun þeirra var af illri nauðsyn og hafði nauðsynleg fælandi áhrif.  DSC01635

Það var sem betur fer alveg á skjön við slæma ímynd, sem glæpahyski í nágrannalöndunum hefur varpað á vélhjólafólk, hve góður andi sveif yfir vötnunum í árlegri ökuferð um Reykjavík á vegum Sniglanna á 1. maí. 

Hér er myndasyrpa frá þessum fjöldaakstri. DSC01638 

Hún var farin alveg frá neðri hluta Laugavegar um Lækjartorg alla leið inn á bílastæðin við Bauhaus. 

Þar var flott vélhjólasýning með minnsta kosti 200-300 hjólum af öllum stærðum og gerðum. 

Þess má geta, að litla hjólið á einni myndinni er bara eitt af mörg hundruð gerðum smáhjóla, sem fullorðið fólk getur notað en haft með sér í bílum sínum, mörg hver hræódýr eða þá samanbrjótanlega á ýmsa vegu.

Og bæði bensínknúin og rafknúin. 

Ég neita því ekki að myndavalið ræðst að hluta til af hrifningu minni á hjólum sem veita gott skjól gegn vindi og rigningu, svo sem svonefndum "vespuhjólum" og hjólum á borð við þau hjól af BMW, Kawasaki og Honda gerðum, (þýska blaðið Motorrad er með BMW í hávegum, og Honda Goldwing, það rauða, er viðurkennt lúxus ferðahjól með ótrúlegustu þægindum.)  DSC01643

 DSC01656DSC01661DSC01653DSC01641DSC01637


mbl.is „Við getum ekki stöðvað þá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Og hvað veldur þessum glæpum Ómar? Hvernig stendur á því að Oslo og köpen eru orðnar svona borgir? Fjölgun vélhjólaklúbba? Eða kannski eitthvað annað?

ólafur (IP-tala skráð) 2.5.2018 kl. 00:33

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og þú sérð á pistlinum er það líkast til miklu fleira en útþensla vélhjólagengja. 

Ómar Ragnarsson, 2.5.2018 kl. 01:29

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skil nú ekki hvað þú ert að blanda vélhjólum inn í þetta. Ef þú kynntir þér málin aðeins betur þá sæir þú að þetta eru unglingagengi sem eru mest til ófriðs og engar skotárásir eða morð tengd vélhjólaklúbbum.

Þeir bækerar sem voru stoppaðir hér voru frá Kaupmannahöfn, þar sem slík uppgjör eru landlæg. En Osló er ekki Kaupmannahöfn.

Þó það sé ekki pólitískt korrekt í þínum augum, þá má rekja þessa glæpaöldu, morð nauðganir, rán og ofbeldisglæpi til hinnar rómuðuu fjölmenningar. Það má bara ekki segja það upphátt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2018 kl. 03:05

4 identicon

Jón: Það má alveg segja upphátt: Islam er vandamálið.

Hins vegar getur islam aldrei orðið hluti af fjölmenningu. Í fyrsta lagi er það ekki menning heldur illkynjuð hugmyndafræði (supremacist) og í öðru lagi líta múslímar á sig sem æðri öllum öðrum. Að því leyti líkist islam nazisma.

Raunveruleg fjölmenning eru hins vegar þjóðfélagshópar af ýmsum þjóðernum sem styðja frelsi og jafnrétti og sem leggja skerf að samfélaginu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.5.2018 kl. 13:24

5 identicon

Ég vil geta þess að í Danmörku, þar sem ég þekki til, hafa áratugum saman verið ofbeldisfullir götubardagar í Kaupmannahöfn (oftast á Nørrebro) milli múslímskra innflytjendahópa og danskra vélhjólagengja (Hell's Angels eða Bandidos) út af eiturlyfjamarkaðnum, sem báðir aðilar vilja ráða yfir. Svo að þótt múslímar megi ekki skv. Kóraninum neyta eiturlyfja, þá er ekkert í þeirra hugmyndafræði sem bannar þeim að selja þau.

Þar eð skotvopn eru notuð, verða stundum dauðsföll. Hins vegar kippa Kaupmannahafnabúar sig ekkert upp yfir þessu, svo fremi sem enginn saklaus særist, en aðeins glæpamennirnir á báða bóga. Bezt væri að þeir útrýmdu hver öðrum alveg, en samt tel ég að vélhjólagengin fái mun meiri samúð en hinir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband