3.5.2018 | 23:43
Samsvarar öllum Mýrdalsjökli á síðustu 15 árum.
Þeir, sem lítið gera úr hlýnun loftslags, haga sér svolítið eins og sumir bændur, sem sögðu við mig þegar ég var að gera sjónvarpsþætti um gróðureyðingu á Íslandi, að ég hefði ekkert vit á þessu, því að þeir, heimamenn, vissu það betur en ég að þetta hefði alltaf verið svona.
Að vísu var ég mikið í ferðum með landgræðslustjóra á þessum tímum svo að þeir áttu erfiðara með þetta gagnvart honum.
Loks koma að því að ég fékk svörin varðandi fákunnáttu mína í Kaldárrétt. En þar rétt hjá var ég í sumardvöl þrjú heil sumur 1947-49 og þurfti því ekki að láta segja mér hvernig búið var að fara með landið þar.
Á árunum, sem ég ók Kjalveg í rallkeppni, lagði ég rofabörð á minnið til þess að þekkja helstu beygjurnar.
Á örfáum árum hurfu þau svo hratt að ég gat ekkert notað slíkt.
Menn yppta öxlum yfir 500 ferkílómetra minnkun jöklanna á aðeins 15 árum.
En Mýrdalsjökull er skráður vera rúmlega 500 ferkílómetrar, og þegar sagt er, að á síðustu 100 árum jafi jöklarnir minnkað um alls 2000 ferkílómetra samsvarar það samanlögðu flatarmáli Hofsjökuls og Langjökuls og vel það.
Jöklarnir hopa hratt og örugglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fer hlýnandi. Um það er ekki hægt að deila. Hvað veldur er hinsvegar endalaust hægt að deila um. Maðurinn hjálpar ekki til með öllu sínu eiturspúandi atferli. Þar má eflaust taka til hendinni.
Að halda því fram að mannskepnan geti stjórnað hitastigi jarðar með "mótvægisaðgerðum" er einhver mesta della sem um getur. Skýrslu eftir skýrslu er mokað fram á sjónarsviðið þar sem hvatt er til mótvægisaðgerða. Máluð er dómsdagsmynd af ástandinu ef ekki er gripið til aðgerða. Það muni hinsvegar kosta "dulítið" og þann kostnað skal hinn almenni borgari bera með góðu eða illu.
Allskyns gjöld og álögur skulu lagðar á almenning í nafni mótvægisaðgerða. Mengunarkvótar eru fundnir upp og farið að höndla með þá eins og fiskinn í sjónum! Mengunarkvótasölukóngar heimsins tryllast úr kæti með Gorinn í broddi fylkingar. Heilaþvegnir lítt þenkjand pólitíkusar dansa með eins og ómálga börn eða hreinir og klárir vanvitar. Á meðan má hinn almenni borgari sem í sveita síns andlits streðar fyrir hverri krónu horfa á eftir enn stærri hluta launa sinna í gírug gin falsspámanna og opinberra hámenntaðra þurfalinga sem þrífast á vandamálum og slæmum fréttum.
Ég veit það er að hlýna, en það er andskotinn ekki bara mér eða þér að kenna!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.5.2018 kl. 01:31
nú hef ég ekki eins mikla þekkíngu á jöklum og ómar en var að velta því fyrir mér hvort hop jökla gæti verið vegna jarðhita hvar er hopið mest hopar vatnajökull á austanverðu landinu eða bara á virka svæðinu mýrdalsjökull hopar að virðist mest á því svæði sem jarðhræringar eru mestar hopar hann líka norðanmeygin.?. mestu vandræði langjökuls eru þar sem jarðhitinn er hvað mestur skildi það vera tilviljun.?.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 05:14
...og þeir sem halda að plstið í sjónum sé af mannavöldum ættu að asthuga sinn gang.
Aðalsteinn geirsson (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 08:23
Engan jarðhita hefur verið að finna undir Drangajökli, Glámujökli, neinum jökli á Tröllaskaga, Okjökli né miklum meirihluta flatarmáls annarra jökla, en allir jöklar landsins hafa minnkað samt.
Ómar Ragnarsson, 4.5.2018 kl. 09:49
Gleymdist að nefna Þrándarjökul og Hofsjökul eystri, - enginn jarðhiti þar. Enginn jarðhiti hefur komið í ljós við hvarf hins stóra skriðjökuls Breiðamerkurjökuls.
Ómar Ragnarsson, 4.5.2018 kl. 09:51
no.4. þakka fyrir. drangajökull hefur hann hopað mikið .?. hvaða tröllaskaga eru jöklar þar.?. jökulhettur eru varla jöklar. þó þarna séu að finna sífrera efst í fjöllum einhvern hita fannst í jarðöngum þar. ekki þekki ég Þrándarjökul en það er hiti undir hofsjökli þetta er eldfjall. hugsanlega komin hreifíng á hann ef marka má íshella sem eru komnir í ljós. ekki þekki ég aðstæður á þeim eystri. en drangajökull á ekki að minka svo mikið. þó það hafi hlýnað nokkuð það hefur gerst áður einsog þegt er við langjökul þar sem vörður eru að koma í ljós undan jökli. séum við að koma inná 350.ára tímabil óróa á eldvirkum svæðum og blómakeníngin sé rétt mun jarðhiti aukast hjá eldfjöllum. einsog öræfajökull virðist vera að gera. en þakka ómari fyrir upplýsingarnar. fær mann til að hugsa um nýja hluti. drangajökull er vandamál viðurkenni ég þó er örlítil von um jarðhita á svæðinu. bara spurníngin hvort hann hefur aukist seinustu ár.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 11:33
5.gleymdi breiðamerkurjökli þó eingin jarðhiti sé undir honum er vatnasvið hans stórt er vitað hvort jökulsárlón hafi hitnað. eins og sést hefur á trjábolum sem hafa komið undan jöklinum hefur jökullinn ekki alltaf verið til staðar. eins svæðismynd af mýrdalsjökli er að hann afi tekið um 3000. ár að komast í þessa stærð sem hann er í dag en brettir ekki þeirri staðreynd að súrnun sjávar er vandamál ætu þessir auðmenn ekki að skoða hvort það sé ekki eitthvað fyrir gólfstraumnum því eitthvað kom fyrir hann atlantshafshryggurinn er furðuskepna sem aldrei er til friðs. en þakka ómari fyrir upplýsingarnar
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 11:53
Elsku Ómar
Ég var búinn að segja þér þetta.
Það er að hlýna, og það hefur alltaf verið svona á 100 þúsund ára fresti. Sjá meðfylgjandi mynd.
Það sem er ógnvekjandi er að vísindaelítan í peningagræðgi sinni heldur áfram að predika að maðurinn geti stjórnað veðurfari á jörðinni.
Richard Þorlákur Úlfarsson, 4.5.2018 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.