Ráðherra á heimavelli.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er afbragðs maður á alla lund og hefur ómetanlega menntun, reynslu og þekkingu á málaflokki sínum. Umhverfis-stofnun, ársfundur

Það er hressandi að hlýða á hann og aðra hér á ársfundi Umhverfsstofnunar á Grand hóteli þegar þessi orð eru skrifuð hér. 

Í fyrirlestri yfirmanns Umhverfisstofnunar Svíþjóðar má sjá, einmitt núna, að ágóði Íslendinga af ferðafólki sem vill skoða náttúrufar, er orðinn margfalt meiri á hvern íbúa en í Svíþjóð og að náttúra Íslands er margfalt einstæðari og merkari enn náttúra Svíþjóðar. 

 


mbl.is Mengandi stóriðja tilheyri sagnfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist samt fara framhjá fólki að ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er mengandi stóriðja. Sennilega sú stóriðja sem einna mest mengar. 25.000 bílaleigubílar, 100 lendingar og 100 flugtök á dag, farþegaskip sem brenna þúsundum tonna af olíu og rútur í hundraðavís á ferð um landið svo fátt eitt sé nefnt. Og meðan náttúruverndarsamtök og umhverfisráðherra láta eins og sú mengun skipti engu máli eru þeir aðilar ómarktækir og greinilega að berjast af einhverjum öðrum hvötum en ást á náttúrunni og umhyggju fyrir framtíð jarðar.

Gústi (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 12:02

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ferðamannaiðnaður er sú mest mengandi stóriðja sem hægt er að fara í, það er  allt skárra en það með hliðsjón af umhverfisvermd.  Svo er þessi álfur (umhverfisráðherra) svo innilega einfaldur að taka Kísilver sem eitthvað til að varast þegar stóraukning í framleiðslu á kísil er grunnforsenda aukinnar nýtingar á sólarorku í heiminum og sú umhverfisvægnasta framleiðsla sem hugsast getur vegna þess.

Guðmundur Jónsson, 4.5.2018 kl. 17:16

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sýnir ákveðna firringu að halda því fram að það hefði átt að leyfa hörmungunum í Helguvík að halda áfram. 

Við gangsetninguna á verinu á Bakka sést að himinn og haf eru á milli þess sem verið er að gera þar eða klúðrinu í Helguvík. 

Og samt liggur fyrir að brenna þurfi einhverjum hundruð þúsundum tonna af kolum á ári fyrir kísilverin. 

Samkvæmt opinberum tölum mengar stóriðjan lang mest hér. 

Ómar Ragnarsson, 4.5.2018 kl. 17:30

4 identicon

https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/thorthor/2159742/

"Í skýrslunni „Aðgerðir í loftlagsmálum“, sem unnin var af samstarfshópi fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra 2013, sést að stóriðjan losaði samtals 1,8 milljónir tonna af koltvísýringi (CO2) út í andrúmsloftið árið 2010."....."...árið 2014, er heildarmagn koltvísýrings sem flugið losar a.m.k. 8,5 milljónir tonna á ári. Við bætist að áhrif af mengun í háloftunum eru mun alvarlegri en af mengun á jörðu niðri, m.a. vegna þess að mengun flugvél..."...

.. "Í grein eftir Örnólf Thorlacius í Morgunblaðinu árið 2007, undir fyrirsögninni „Loftmengun í loftferðum“ kemur fram að mengun í háloftunum er allt að fjórum sinnum skaðlegri en af sömu efnum á jörðu niðri. Þetta þýðir að fjórfalda má þá koltvísýringsmengun sem þotuflug í tengslum við íslenskan ferðaiðnað veldur. Það er há tala"

Samkvæmt tölum frá þessari öld mengar ferðamannaiðnaðurinn lang mest hér. Bakki og Helguvík til samans hefðu ekki náð 5% af þeirri mengun sem flugið eitt er að færa okkur.

Gústi (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 18:10

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Við erum með umhverfisráðherra sem þekkir lítið til umhverfismála.
Og ef við tökum ferðamannaiðnaðinn með er talan 16.24 milljónir tonna af CO2 sem gera hátt í 860% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi.
Losun gróður húsaloftegunda á að skoða hnattrænt ef síðan er skoðum losun frá Íslenskum atvinnu starsemi þá er svo til hvergi getið um hve ferðarmannaiðnaður losa mikið, en flugumferð skila nú um 12.8 miljónum tonna af CO2 losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonn Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. Og ef við tökum ferðamannaiðnaðinn og lítum til kolefnis fótspor heildar losun á CO2 farþegaskip. bílaleigu bíla og rútur, matvæli og innanlandsflug og leigu flug.16.24 milljónir tonna sem gera hátt í 860% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. 

 

Rauða Ljónið, 4.5.2018 kl. 18:26

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Það sýnir ákveðna firringu að halda því fram að það hefði átt að leyfa hörmungunum í Helguvík að halda áfram. "  

Og hver er það sem vill að rugldallarnir í Helguvík fá meiri peniga í verkefni sem þeir ráða augljósleg illa við.   ekki ég í það minnsta. 

Guðmundur Jónsson, 5.5.2018 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband