11.5.2018 | 01:47
Hrakspár um "bandalög" Austur-Evrópuþjóða rættust ekki.
Eurovision söngvakeppnin er ævinlega ágætt tilefni til umræðna, bæði um hana sjálfa og um einstök lög í fortíð og nútíð.
Sum atriði halda áfram að verða lifandi árum og áratugum saman, svo sem tilvera Nínu, sem í mínum huga er alveg sprellifandi, jafnvel þótt hún gæti heitið Nína Gína. Ætli mannanafnanefnd myndi viðurkenna síðara nafnið? Ný spurning hefur vaknað: Er hún kannski múmía?
Á öldinni, sem leið, þótti okkur Íslendingum alveg sjálfsagt mál að Norðurlandaþjóðirnar styddu hver aðra í kosningum í Eurovision söngvakeppninni og það er eilíft umræðuefni.
Síðan komu margar nýjar þjóðir inn í keppnina og þá upphófst tortryggnissöngur um að þjóðirnar í suðaustanverðri álfunni styddu hver aðra og "svindluðu" þannig, að það væri jafnvel að eyðileggja keppnina.
Þetta var næsta broslegt tal miðað við það sem okkur sjálfum hafði þátt sjálfsagt mál þegar við áttumm í hlut.
En í þetta sinn geta Norðurlandaþjóðirnar, sem eru smáþjóðir, ekki kvartað. Af tíu lögum, sem komumst áfram í kvöld, voru þrjú frá Norðurlandaþjóðunum Dönum, Norðmönnum og Svíum.
Og við getum meira að segja eignað okkur pínulítið af því danska.
Hvort Júróvisionpartíunum fækki mikið tvö síðari kvöldin vegna úrslitanna á þriðjudagskvöld skal ósagt látið.
Miðað við mikið umtal um keppnina í kvöld ætti að vera grundvöllur fyrir stuði á laugardagskvöldið og lagasyrpan "Júróvisionstuðpartí" því í fullu gildi.
Gaman væri að vita, hvernig skoðanir skiptast varðandi það hvort hún Nína hans Eyva sé dauð, lifandi eða bara gína.
Hvað segja textarýnar?
Öllum sama um litla Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver er þessi Nína? hvort sem hún sé Gína eður ei?
Hvað varðar Eurovision, þá er ég orðinn hundleiður á að horfa á þetta. Þetta er eins og Ópera "aðalsins" ... eithvað sem er löngu orðið gamalt, úrellt og var alltaf frá byrjun hápólitískt og misheppnað. Lögin eru almennt "léleg" með einstaka undantekningum.
Síðan hvað varðar "Íslenskuna". Finnst mér tæplega passandi að skrifa "Júróvisjón" ... hvað þá "Júróvision" og blanda hérna gamalli latínu frá ensk/frönsku yfir á Íslenskt úttal, en bara að hálfu leiti.
Heitir þetta ekki "Söngkvakeppni Evrópskra Útvarps og Sjónvarpsstöðva" á langmálgri Íslensku ... kalla þetta bara "Evrópuvarpið" ... ef maður vill "hálf" þýða þetta eða "Evrópska framsýni" eða skammsýni sem færi betur.
Örn Einar Hansen, 11.5.2018 kl. 07:12
Þessi söngvakeppni er orðin skrípaleikur í mínum huga,og held ég að það sé ekki lögin sjálf sem vinna, heldur þessi skrípaframkoma hjá flytjendum sem heilla ungdóminn í dag.
Hjörtur Herbertsson, 11.5.2018 kl. 11:23
Ég og fleiri reyndum hvað við gátum til þess að bera þetta fram Evróvision, samanber nafn myntarinnar evra.
Það er í samræmi við framburð helstu þjóðanna á meginlandinu.
En það var eins og að klappa í stein og hefur reynst það í 62 ár. Íslenska þjóðin hefur reyst fullfær um að enskusetja þetta eins og flest annað, sem minnsti möguleiki er að færa yfir í hina yfirþyrmandi ýtni enskunnar.
Ómar Ragnarsson, 11.5.2018 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.