Saga margra eldfjallalanda er vörðuð sprengigosum.

Nú virðist Kilaueafjall á Hawai geta komist í svipaðan fasa og nokkur íslensk eldfjöll, sem hafa verið í fréttum undanfarin ár. 

Það var mikið lán að mesta hraungos hér á landi síðan í Skaftáreldum skyldi koma upp í Holuhrauni þar sem það olli minnsta mögulega tjóni. 

Ef hraunkvikan í iðrum Bárðarbungu hefði leitað beint upp hefði getað orðið gríðarlegt sprengigos í líkingu við Kötlugosið 1918 og Grímsvatnagosið 2011. 

Slíkt gos gæti orðið í Öræfajökli ein hvern tímann á næstu 10-15 árum og yrði það mun verri staður fyrir sprengigos en Grímsvötn vegna þess að byggð er skammt frá Öræfajökli á þrjá vegu. 

Snæfellsjökull "sefur" nú löngum svefni, en enginn veit hvort eða hvenær hann kynni að rumska. 

Gosið í Heimaey kom öllum á óvart og eru þó ummerki um tiltölulega ung eldgos á tugum staða á svæðinu, og Heimaey einfaldlega langstærsta eyjan, af því að þar virðist vera eins konar miðja og virknin hefur verið mest þar í gegnum tíðina. 

Víða um heim "sofa" eldfjöll sem hafa valdið óskaplegum usla í fortíðinni, svo sem Vesúvíus, og í Suðaustur-Asíu, svo sem í Indónesíu, eru eldstöðvar sem eru líkt og miltisbrandur, liggjandi neðanjarðar með þeirri lúmsku ógn sem því fylgir.

Sprengigos í Kilauea-eldfjallinu yrði ekkert smámál, ekkert síðra en nýtt gos á eða rétt við Heimaey.  


mbl.is Telja líkur á sprengigosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband