12.5.2018 | 10:49
"Lítil sjávarfallavirkjun"? Forvitnileg hugmynd?
Þegar ég var strákpatti las ég með áfergju bók, sem hét "Undur veraldar." Í henni kenndi ýmissa fróðlegra grasa, svo sem nokkurs konar heimsendaspá vegna sjávarfallavirkjana framtíðarinnar, sem yrðu svo margar og miklar, að þær myndu verða til þess að jörðin færi anúast ögn hægar, en við það myndi tunglið dragast smám saman að henni uns svo hrikalegur árekstur yrði, að allt líf jarðar þurrkaðist út!
En þetta var aukaatriði í huga mínum sem lesanda, þvi að merkilegra fannst mér að sjávarfallavirkjanir næðu þessum himinhæðum að umfangi.
Slíkar virkjanir hafa lengi verið í umræðunni, en helstu ágallar þeirra gætu orðið mikil umhverfisáhrif á miklum náttúruverðmætasvæðum og einni það, að hver virkjun yrði afllaus tvisvar á sólarhring á "liggjandanum."
Þess vegna yrði æskilegt að virkjanirnar yrðu margar og nógu langt á milli þeirra til þess að liggjandinn yrði ekki á sama tíma hjá þeim.
Til dæmis sitt hvorum megin við Vestfjarðakjálkann, Breiðafjarðarmegin og Húnaflóamegin.
"Lítil sjávarfallavirkjun" er athyglisvert heiti. Fróðlegt væri að vita meira, til dæmis um umhverfisáhrif og hugsanlegar nýjungar við útfærsluna.
Kynntu vél sem brýtur saman þvott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er margt í kýrhausnum á Íslandi en hef ekki lesið þessa bók. Menn hafa virkjað sjávarföll í ára tugi í Nova Scotia og örugglega á fleiri stöðum en hér er slóð yfir rafsorkuver þeirra.
Þeir eru með 3 tidal powerplants og hér er mjög áhugavert slóð en þeir hafa framleitt rafmagn með vatnsorku síðan 1903.
https://www.nspower.ca/en/home/about-us/how-we-make-electricity/renewable-electricity/default.aspx
Mig minnir að við höfum verið að finna upp á heimsvísu að nýta sjávarföll og jafnvel styrkt aðila til að fullnuma þessa uppfinningu.
Valdimar Samúelsson, 12.5.2018 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.