12.5.2018 | 22:36
Fallhlífastökkvarinn á líklega metið.
Það er ævinlega hvimleitt og á ekki að geta gerst, að einhver ryðjist upp á sviðið á stóratburðum, öllum til ama og leiðinda eins og gerðist Eurovision-söngvakeppninni í kvöld.
Ef leitað er að hliðstæðum fyrr á tíð, er líklega bæði óvæntasta og fráleitasta trulunin sú, þegar Evander Holyfield og Riddick Bowe voru að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt fyrir aldarfjórðungi á útileikvangi og skyndilega kom á fullri ferð ofan af himnum fallhlífarstökkvari og hefði lent alveg inni í miðjum hnefaleikahringnum, ef hann hefði ekki flækst í vír og hangið ásamt fallhlífinni hálfur inn á leikvanginn.
Bardaginn stöðvaðist á meðan verið var að koma þessum fáránlega óboðna gesti í burtu ásamt öllu fallhlífardraslinu, alls í 20 mínútur!
Ruddist inn á sviðið (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.