14.5.2018 | 18:27
Fælingarmáttur tilræðisins við Skripal.
Hvernig sem eiturárásin á Skripal-feðginin er tilkomin felst í henni ákveðinn fælingarmáttur sem er í samræmi við tilgreind ummæli Pútíns fyrr á árum um að landráð gagnvart Rússlandi séu dauðasök.
Fælingarmátturinn felst ekki aðeins í því að hafa áhrif á alla þá sem andæfa völdum og gjörðum Pútíns, heldur hljóta ráðamenn leyniþjónustu í ýmsum löndum að hafa hugsanlegar afleiðingar þess í huga, að leita ráða og upplýsinga hjá rússnesku andófsfólki og fyrrverandi starfsmönnum rússnesku leyniþjónustunna.r
Skripal fundaði með evrópskum njósnurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er engan veginn rétt Ómar ... það er enginn fælingarmáttur í þessari aðgerð.
Þetta er svipað atriði og "gas" árásirnar í Sýrlandi. Vissulega er stór möguleiki á að Sýrlendingar hafi notað eiturgas. En "bíomyndin" er bara tómt kjaftæði ... og maður er hreinlega "illa" gefinn að trúa bullinu. Í fyrsta lagi Ómar, þá geturðu ekki einu sinni snert á "táragasi" án búnings ... hvað þá heldur öðrum eiturefnum.
Sama á við "Skripal" málið ... þeir einu sem skaðast af þessu. Eru Rússar ...
Qui Bono.
Þessi hugmyndafræði þín hér, er svo barnaleg að það nær engri átt. Fyrir nokkrum vikum réðust Bandaríkjamenn á Sýrland ... með þeim afleiðingum að Rússar, hreinlega gáfu sig á brott. Rúsar eru ekki og hafa aldrei verið menn til að standa undir neinu. Patton sagði sitt, því hann vissi hvers konar menn Rússar voru og taldi betra að "drepa þá nú" en að leifa þeim að "þroskast". Almennt lýta bandaríkjamenn á rússa sem "pussies". Vegna þess að þeir leggja ekkert í sölurnar. Hafa aldrei gert. Rússar hafa myst flugvélar, þúsundir manna dáið ... menn "myrtir" hreinlega ... hershöfðingjar, sendiherrar ... vegna Sýrlands. Rússar svara ekki fyrir sig.
Bandaríkjamenn er harðsvíraðir andskotar ... klókari en andskotinn. Þeir hafa í fleiri en eitt skipti fórnað eigin fólki, til að ná því sem þeir vilja. Notað kjarnavopn, eiturvopn, sýklavopn í sínum hernaði. Og skammast sín ekkert fyrir. Þeir myrða andstæðingin, þegar hann er að "fara burt" ... samanber "Highway of Death" ... vansköpuð börn fæðast þar sem þeir hafa heijað sín stríð "Children of Fallujah". Tug þúsundir af þeirra eigin mönnum er sýktir og deyjandi ... eftir stríðin.
Rússar ... eru bleiður. Þegar kaninn skaut á þá, áttu þeir að svara fyrir sig. En þeir fóru ... skildu eftir auðar byggingar, vélar ... sem Ísraelar notuðu síðan tækifærið til að "sprengja í loft upp" og líta út fyrir að vera "stórir strákar".
Þetta eru staðreyndirnar ...
Skripal málið ... er afar ólíklegt að Rússir eigi nokkurn hlut að máli. Og sterkar líkur á, að bretar sjálfir standi þar að baki.
Og þið Íslendingar, eru bara andskoti "barnalegir" og "aulalegir" að halda annað.
Kaninn, berst fyrir sig ... og vinnur. Rússinn, forðar sér til að lifa af. Bretar ... eru ekkert til að halda upp á. Evrópa, er eins og Trump segir ... kanski ekki bent, en ... bara bæli.
Örn Einar Hansen, 14.5.2018 kl. 22:04
RÚV sýnir í kvöld frá BBC breska ríkissjónvarpinu þátt frá Rússlandi. Fréttamaðurinn hafði ekki farið langt er lögreglan stöðvaði för hans. Lítið hefur breyst að þessu leytinu frá því um 1960 þegar Stalín hafði legið í gröfinni í nær áratug. Rússland er einræðisríki þar sem yfirvöld ráða fjölmiðlum að mestu og takmarka frelsi íbúa.
Fótboltaáhugamenn eiga eftir að upplifa ýmislegt í Rússlandi á komandi sumri ef að líkum lætur. Alveg eins gott að stíga varlega til jarðar í þessu víðfeðmasta landi veraldar. Áhrifaríku og spennandi landi, en ógnvænlegt eins og hinn stóri Síberíutígur. Undir ógnarstjórn er auðvelt að finna sér fórnarlönd sem geta aukið hræðslu. Vesturlönd eru sérlega næm fyrir eiturvopnum einræðisherra, enda hafa fórnarlömbin verið mörg.
Sigurður Antonsson, 14.5.2018 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.