Brekkur og vindur í Danmörku? Já.

Íslendingar hafa um langan aldur nærst á því að tala niður til Dana varðandi það, að hvergi sé að finna mishæð í Danmörku. Möns Klint

En í slíku tali felst alhæfing, sem ekki stenst eins og sést á frétt um íslensk hjólreiðaungmenni í keppni á Jótlandi þar sem yfriðnóg er af brekkum og vindi. 

Þótt Himmelbjerget sé kannski dálítið spaugilegt nafn, er hæð þess og fleiri jótlenskra hæða, svo sem Ejer Bavnehoj, 157 - 173 metrar yfir sjávarmál. 

Það samanburðar er Helgafell nálægt Stykkishólmi 73 metrar, og hinn ógurlegi "fjallvegur" Ódrjúgsháls í Gufudalssveit 160 metrar. 

Vegagerðin skilgreinir veginn um hálsinn milli Víkur í Mýrdal og Mýrdals sem "fjallveg" og nefnir hann Reynisfjall, þótt hann sé aðeins 113 metra hár yfir sjávarmál.  

Hið þverhnípta Mönsbjarg á eyjunni Mön nær 143ja metra hæð, er sjö kílómetra langt og mun hærra en hið rómaða íslenska Krýsuvíkurbjarg, sem meira að segja heitir Háaberg á einum stað.  

Flestir, sem koma á Látrabjarg, nenna ekki að ganga nema upp á ysta hluta þess við Barðið, og bjargið er aðeins um 100 metra hátt þverhnípi þarna yst.  


mbl.is Mikið af brekkum, vindi og hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband