21.5.2018 | 00:55
Óskastaða byssuframleiðenda.
Vopnaframleiðendur, hvort sem það eru byssuframleiðendur eða framleiðendur annarra vopna, græða á því þegar ófriðvænlegt verður.
Undir lok ferils síns sem Bandaríkjaforseti hélt Dwight D. Eisenhower merka ræðu þar sem hann varaði sterklega fyrir auknum umsvifum og áhrifum hergagnaiðnaðarins vegna vígbúnaðarkapphlaups af völdum Kalda stríðsins.
Þessi orð Eisenhowers voru athyglisverð í ljósi þess að hann var fyrrverandi yfirhershöfðingi Bandamanna á vesturvígstöðvunum í Seinni heimsstyrjöldinni.
Þegar árásum á skóla fer fjölgandi vestra bera viðbrögð á borð við viðbrögð vararíkisstjórans í Texas þess merki, að líkur aukist á stórfelldri vígvæðingu í bandarískum skólum.
"Fjórar til fimm byssur á móti einni" gæti þýtt það, að verðandi fjöldamorðingjar muni telja sig verða að auka vígbúnað sinn á móti með því að nota afkastamestu hálfsjálvirku byssurnar á markaðnum, sannkölluð fjöldadrápstæki, en markaður með slík vopn utan við byssubúðir er galopinn vestra.
Þar með má hugsa sér að kennararnir telji sig líka þurfa fjöldadrápstæki til að eiga möguleika á að verjast.
Fyrir byssuframleiðendur, sem þrýsta mjög á að rýmka fyrir aukinni byssusölu og auka vígvæðingu gæti verið að koma upp óskastaða.
Segir að vopna þurfi kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar.
Þetta minnir mann á franskar og hollenskar skólabækur á millistríðsárunum, þar sem vegna friðþægingar var búið að þurrka sigur Frakka við Verdun út úr þeim frönksu, til að móðga ekki Þjóðverja, þegar ljóst var að enginn annar en Frakkaland ætlaði að handhefja skilmálara hins lauflétta Versalasamnings, sem var hreint góðverk miðað við þá "samninga" sem Þjóðverjar ætluðu Frökkum og settu á Rússland með því að taka af þeim tvær milljónir ferkílómetra af landi, 50 milljón manns og 40 prósent af iðnaði Rússlands.
Samkvæmt þessari kenningu þinni Ómar ætti Þýskaland að ráðast á Bandaríkin frá og með 1965 fyrir að setjast ofan á það í 70 ár.
Eisenhower kom aldrei við byssu, hann var skrifborðshershöfðingi. En mann mótaði þó að mikli leyti MAD-doktrin Kalda stríðsins.
Ef heimurinn á að innréttast svona eins og þú leggur til hér, þá væri ólíft í honum vegna ófriðar, svo mikið er víst.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2018 kl. 08:18
Það er mikið á kennara lagt að skjóta af byssu innan um 300 skelfingu lostna krakka á hlaupum. Nær öruggt að Steven kennari sem fékk herþjálfun í gamla daga myndi ekki nota hana. Held að hann og aðrir kennarar myndu einbeita sér að því að reyna koma krökkum í skjól, loka dyrum og eitthvað í þeim dúr. Annars er ómögulegt fyrir okkur að reyna meta þetta.
jon (IP-tala skráð) 21.5.2018 kl. 10:18
Ómar minn þú ert draumóramaður stundum og ekki alltaf raunsær finnst mér.
Eisenhower var ágætlega kunnugur hryllingi stríðsins eins og þegar hann lýsir göngu sinni um vúgvöllinn við Cherburg þar sem ekki var hægt að stíga niður til jarðar fyrir dauðum líkamshlutum, sjá bók hans Crusade in Europe.
Hann talaði glóbalt og pólitískt um hættuna af the military industrial complex sem hefur ekkert að gera með árásir á skóla og að vopna kennara. Það er ljóst að Trump mun herða reglur um byssur hvað sem hver segir enda tímabært. Faðir skotmannsins í Reno á að þurfa að svara fyrir vangeymslu sína á byssum sínum.
Hérlendis er eftirlit með byssueign í allgóðu lagi. Það er hægt að gera svo
allsttaðar. Búrhnífar eru aðgengileg vopn öllum. Þeir sem grípa til þeirra eða annarra vopna í London eða annarsstaðar eru yfirleitt þannig fólk að það á að taka eftir því fyrr. Vopn eiga ekki heima í höndum neins sem er afbrigðilegur á einhvern hátt. Maður sem gengur um í bol "Born to kill" á að vera búið að skoða áður en eitthvað gerist í skóla án aðgreiningar.
Því miður verður alltaf til brjálað fólk Ómar minn sem samfélagið þarf að líta til með.
Halldór Jónsson, 21.5.2018 kl. 13:26
Einstaklingur með afkastamikið fjöldrápsvopn skýtur margt fólk, jafnvel tugi í einni árás og særir hundruð.
Maður með einn hníf getur ekki gert þetta og heldur ekki maður með eina byssu.
Ómar Ragnarsson, 21.5.2018 kl. 14:18
Það heyrast engar fréttir af því þegar einhver skýtur á móti, vegna þess að tala látinna er svo lág. Það, og morðingjarnir hafa vit á að fara þangað sem enginn er líklegur til að plaffa á móti.
Hvað myndir þú gera?
Einn gaur með .22 getur alveg stoppað annan með .308. Og hefur gerst.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.5.2018 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.