Edgar Hoover var skæður. Hér á landi líka njósnað.

Það er gömul saga og ný að valdhafar beiti lögreglu eða leyniþjónustu séu til njósna um pólitíska andstæðinga eða aðra, sem vænisýki getur leitt menn til að njósna um. 

Stundum þarf ekki valdhafa til. Edgar Hoover yfirmaður FBI í áratugi, var afbrigðilega vænisjúkur og lét njósna um marga upp á eigin spýtur, líka yfirmenn sína.

Fyrir bragðið kom hann sér upp þvílíkri valdastöðu, en allir óttuðust hann, en þorðu ekki að hrófla við honum í þau 37 ár sem hann byggði FBI svo mjög upp, að menn óttuðust að gæti stefnt í stöðu Gestapo í Þýskalandi Hitlers. 

Hér á landi hefur líka verið njósnað um stjórnmálamenn og má nefna hleranir á símum stjórnmálamanna í Kalda stríðinu. 

Ég hef áður sagt frá líklegum símahlerunum 2005, en hið einkennilega er, miðað við viðbrögðin við hlerunum þá og fyrrum, að okkur Íslendingum virðist vera slétt sama um að slíkt sé stundað. 

Hafi Obama látið njósna um Trump er það að vísu skiljanlegt en ekki afsakanlegt. 

Trump stóð fyrir fordæmalausri ofsókn á hendur Obama í ósvífinni og þráhyggjuþrunginni tilraun til að koma honum frá völdum. 

 


mbl.is Var njósnað um Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump stóð fyrir fordæmalausri ofsókn á hendur Obama í ósvífinni og þráhyggjuþrunginni tilraun til að koma honum frá völdum. 

Nei Ómar, hann bara sótti að Demókrötum, Obama og Hilary vegna ferils þeirra og gerða. Hann er enn að því.  Og þau eiga það skilið.

 

Halldór Jónsson, 21.5.2018 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú misskilur þetta. Gagnrýni Trumps á Obama og Hillary vegna stefnunnar í Sýrlandi og Líbíu átti fullan rétt á sér. 

En ég á ekki við þetta heldur hitt, hvernig hann hundelti Obama um allar trissur til þess að koma honum frá völdum á þeim forsendum að Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og væri því ólöglegur forseti. 

Þetta var hrein þráhyggja og fordómalaus ofsókn. 

Ómar Ragnarsson, 21.5.2018 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband