21.5.2018 | 22:49
Fyrirsjáanlegt en hundsað.
Það er búið að vera fyrirsjáanlegt í mörg ár, eins og margoft hefur komið fram á þessari bloggsíðu, en samt verið hundsað, að með stóraukinni umferð og umsvifum síðustu ára ferðamannasprengingar og verkefnum margra aðila, sem falla undir svokallaða innviði í starfsemi þjóðfélagsins, aukast líkurnar á því að það valdi vandræðum og tjóni að ekki er brugðist við ástandinu.
Það skiptir ekki máli, hvort þyrla hefði breytt einhverju eða engu varðandi slysið í Þingvallavatni, viðbúnaður Landhelgisgæslunnar er ónógur eftir langvarandi svelti í framlögum, bæði hvað varðar þyrlukost, mannskap og annan viðbúnað.
Það er til skammar fyrir okkur þegar erlendir ferðamenn moka 500 milljörðum árlega, meira en fjórum sinnum meira en fyrir 2011, af gjaldeyristekjum inn í rekstur þjóðarbúsins, skuli nánasarháttur og níska ráða ríkjum hjá okkur og vera jafn áberandi og raun ber vitni.
Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir verða að fara að setja upp minnisvarða um erlenda ferðamenn,þakið land í mynnisvörðum,,sorgleg kapítalísk ferðþjónusta,minka og fótanuddtækja krónuþjóðin
Anna (IP-tala skráð) 22.5.2018 kl. 00:09
Fullkomið sjúkrahús á Þingvöllum svo sagan endurtaki sig ekki þar. Annað er nánasarháttur og níska, og ekki viljum við að útlendingarnir hlægi að nísku okkar. 10 þyrlur og 500 manna þyrlusveit í hvern landsfjórðung til að minnka líkur á vandræðum og tjóni. Minna má það ekki vera samkvæmt Excel.
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.5.2018 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.