26.5.2018 | 22:22
Fáheyrður leikur.
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er ekkert venjulegur leikur, svona álíka langt frá leik í fjölskyldumóti í útilegu og hugsast getur.
Samt ráðast úrslit þessa stórleiks á tvennum mistökum markvarðar, sem jafnvel óreyndur markvörður í fjölskylduleik í útilegu, myndi varla gera.
Tugir milljóna, jafnvel hundruð verða vitni að mannlegum harmleik markvarðarins, sem þarf að horfast í augu við heiminn með óbærilega skömm á bakinu.
Síðan er það hitt atriðið í dramanu, að varamaður kemur af bekk Real Madrid, skorar glæsilegasta mark í sögu Meistaradeildarinnar og á síðan skot langt utan af velli, sem stefnir þráðbeint í hendur markvarðarins ólánsama, en skrúfast af þeim í markið.
Mistök markvarðar Liverpool eru að því leyti verri en ella, að þau setja blett á annars einstæðan sigur og glæsilegan sigur Real Madrid þriðja árið í röð, því að þau ráða úrslitum um leikinn, sem annars hefði staðið jafn að loknum venjulegum leiktíma.
Gareth Bale stal stenunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.