Fylgi Sósíalistaflokksins vekur athygli. Refsing til handa Vg.

Í vetur hefur Sósíalistaflokkurinn verið eins konar athlægi margra sem hafa velt sér upp úr fylgisleysi flokksins. 

Annað er uppi á teningnum nú. Hann er risi miðað við Vinstri græn, sem bíða afhroð. 

Þetta slæma gengi Vg hefur lítið með frambjóðendur Vg að gera, heldur er þetta augljóslega landspólitíkin, sem spilar inn í, flokkurinn er klofinn að þessu leyti um landsmálin, og hin óánægðu í honum finnst borgarstjórnarkosningarnar ágætt tækifæri til að gefa honum risastórt gult spjald og refsa honum fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. 

Í minni er lágt ris á Alþýðuflokknum í kosningum til bæjarstjórnar Reykjavíkur 1958 þegar flokkurinn var í vinstri stjórn, sem átti í erfiðleikum. 

Kratar guldu fáheyrt afhroð í þeim kosningum, en í tvennum kosningum 1959 réttu þeir heldur betur úr kútnum og sigldu inn í breytt stjórnarsamstarf sem entist í 13 ár. 

Núna liggja línurnar talsvert öðruvísi en 1958 til 1959 og orsakir atburðarásarinnar eru flóknari. 

Megin atriðið er þó óánægja með árangur í landspólitík. 

1958 var Sósíalistaflokkurinn gamli, sem hét raunar Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, ekki með sérstakt framboð, það síðasta var 1954, fyrir 65 árum, árið eftir að Stalín dó. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband