31.5.2018 | 18:22
Þórdís Lóa eða jafnvel Þorgerður Katrín?
Vangavelturnar yfir því hver verði næsti borgarstjóri í Reykjavík tekur á sig ýmsar myndir.
Vigdís Hauksdóttir spáir til dæmi því að borgarstjórinn verði kona, og að verði niðurstaðan mið-vinstri stjórn eins og nú er verið að ræða um, geti niðurstaðan orðið sú, til þessa að gefa þess samstarfi yfirbragð breytinga, verði það Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Í gamla daga kom það fyrir að borgarstjórinn sat líka á Alþingi, jafnvel þótt flokkur hans væri í ríkisstjórn.
Það hefur stundum verið sagt að það sé aumleg staða að vera stjórnarandstöðuþingmaður með þeim skorti á áhrifum við ákvarðanir og stefnumótum, sem það kosti.
Sé svo, er kannski ekkert fráleitt að nafn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sé nefnt varðandi embætti borgarstjóra, eða hvað?
Spáir konu sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki réttara að spurja hvort Dagur sé til í kynskiptiaðgerð til að halda borgarstjórastólnum ef "kona" er aðalkrafan
borgari (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 18:59
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Starfstitill: Fjárfestir, frumkvöðull og forstjóri.
Ég væri alveg til í að sjá hana sem borgarstjóra! Hún kann örugglega að reka borgina sem fyrirtæki. - En það yrði ekki mikill vinstri- eða félagshyggjubragur yfir þeirri stjórn - frekar en fráfarandi borgarstjórn.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.