Þórdís Lóa eða jafnvel Þorgerður Katrín?

Vangavelturnar yfir því hver verði næsti borgarstjóri í Reykjavík tekur á sig ýmsar myndir.

Vigdís Hauksdóttir spáir til dæmi því að borgarstjórinn verði kona, og að verði niðurstaðan mið-vinstri stjórn eins og nú er verið að ræða um, geti niðurstaðan orðið sú, til þessa að gefa þess samstarfi yfirbragð breytinga, verði það Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 

Í gamla daga kom það fyrir að borgarstjórinn sat líka á Alþingi, jafnvel þótt flokkur hans væri í ríkisstjórn. 

Það hefur stundum verið sagt að það sé aumleg staða að vera stjórnarandstöðuþingmaður með þeim skorti á áhrifum við ákvarðanir og stefnumótum, sem það kosti. 

Sé svo, er kannski ekkert fráleitt að nafn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sé nefnt varðandi embætti borgarstjóra, eða hvað? 


mbl.is Spáir konu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki réttara að spurja hvort Dagur sé til í kynskiptiaðgerð til að halda borgarstjórastólnum ef "kona" er aðalkrafan

borgari (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 18:59

2 identicon

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Starfstitill: Fjárfestir, frumkvöðull og forstjóri.

Ég væri alveg til í að sjá hana sem borgarstjóra! Hún kann örugglega að reka borgina sem fyrirtæki. - En það yrði ekki mikill vinstri- eða félagshyggjubragur yfir þeirri stjórn - frekar en fráfarandi borgarstjórn. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband