Alveg nýtt fíkniefnaumhverfi.

Nikótín er fíkniefni, það er alveg á hreinu. Tölur úr rannsóknum tala sínu máli, nikótínið hefur lengi trónað efst á lista þeirra fíkniefna, sem erfiðast er að hætta við að nota. 

Talan er 33 prósent, þ. e. þriðjungur þeirra sem byrja að reykja tóbak ánetjast svo mjög, að þeir ráða ekki við fíknina og geta ekki án fíkniefnisins verið. 

Næst fyrir neðan er heóín, með 23% og kókaín kemr næst með 18%. 

Svo erfitt er nikótínið viðfangs, að þegar áfengissjúklingar eða neytendur annarra fíkniefna fara í meðferð, mega þeir sleppa því að fást við nikótínið vegna þess hve erfitt er að fást við það og hve niðurbrjótandi það er að bæta því erfiða verkefni ofan á baráttuna við Bakkus eða önnur fíkniefni. 

Á örfáum misserum hefur umhverfi neyslu fíkniefna breyst mjög hratt, og meira að segja eru breytingarnar í fullum gangi.  

Neyslan í gegnum rafrettur hefur vaxið tvöfalt hraðar en nemur minnkun tóbaksreykinga, sem þýðir, að í grófum dráttum er er í gangi nýliðun upp á mörg þúsund alveg nýtt reykingafólk sem mun þurfa að standa frammi fyrir þeirri áhættu, að geta ekki hætt að reykja rafretturnar. 

Einnig hefur verið mikil hreyfing á neyslu ópíaóðaefna, svo að talað hefur verið um faraldur bæði í Bandaríkjunum og hér á landi. 

Það verður fróðlegt að sjá hverju framvindur í þessum málum, sem eru í mikilli þróun um þessar mundir.  


mbl.is Rafrettufrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband