Fleiri bakteríur í okkur og á okkur en frumurnar eru í okkur.

Flest okkar vita að í líkama okkar eru milljarðar af frumum af ýmsum gerðum. Hitt vita sennilega færri, að bakteríurnar í okkur og á okkur eru ennþá fleiri. 

Þetta kom mér til dæmis á óvart þegar ég fékk stórkostlega kennslustund í sýklafræðum í innanlandsflugi fyrir meira en áratug hjá sessunaut mínum, sem var sérfræðingur í sýklafræðum. 

Þessi yfirgengilegi fjöldi af bakteríum kann að sýnast ógnvænlegur, ekki síst fyrir bakteríuhrætt fólk, en nær allar þessar bakteríur eru nauðsynlegar á mjög fjölbreyttan hátt, svo sem í meltingunni og við það að halda ónæmiskerfinu við. 

Margar þeirra hafa það hlutverk, að ef þeirra nyti ekki við, gætum við ekki lifað. 

Tengdri frétt á mbl.is fylgir ekki nákvæmur fróðleikur um það, hvers kyns bakteríur það eru, sem handþurrkarar ku dreifa, en minnst er á saurgerla. 

Það minnir mig á það, að þegar ég var drengur í sveit fyrir norðan, var fjósið í kjallaranum í íbúðarhúsinu og hægt að ganga beint þaðan upp í eldhús. 

Það var gengið beint þarna á milli og raunar hægt að fara hringleið upp og niður beint af flórbakkanum, og maður fór tvisvar í bað yfir sumarið. 

Aldrei varð maður nokkurn tíma veikur eða verða meint af því að lifa og hrærast í umhverfi sem var fullt af hvers kyns bakteríum af ýmsu tagi án þess að verða nokkurn tíma meint af. 


mbl.is Sjúga til sín bakteríur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Já, þegar hugsað er til baka í nostalgíu og í hverju maður hrærðist, hjá okkur sem fædd/ir eru á miðri síðustu öld, og fyrr, þá er ég nokkuð viss um að "á misjöfnu þrífast börnin best" og er maður í dag fílhraustur þrátt fyrir allt og býr sennilega að heilbrigðari fæðu, umhverfi, eðlilegum leikjum og í raun eðlilegri vímulausri æsku (þó ekki allir). - Hvað hefur farið úrskeiðis á þessari vegferð síðan ? - Hægt er svo sem að fara ofan í það, en það er efni í langan pistil. -

Már Elíson, 13.6.2018 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband