13.6.2018 | 22:14
HM-árið og HM-sumarið mikla?
Það gæti stefnt í það að árið 2018 fái annað hvort heitið HM-árið eða HM-árið mikla.
Eftir landsleik í gær vaxa vonir kvennalandsliðsins í knattspyrnu til að komast á HM, í kvöld tryggði landsliðið í handbolta sér farseðla á HM á næsta ári, og nú eru aðeins þrír dagar í að karlalandsliðið í knattspyrnu mæti tvívegis heimsmeisturum Argentínu á HM í Moskvu.
Í sögu landsins eru til fyrirbæri eins og hafísárið mikla og frostaveturinn mikli, svo að þetta eru gleðileg umskipti hvað tilefni svona heita varðar.
Frábær sigur og Ísland fer á HM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.