Ástæða 2011 en ekki 2018?

Þegar tímar munu líða fram mun úrskurður Hæstaréttar Íslands um að ógilda stjórnlagaþingkosningarnar, sem fram fóru 2010 vekja furðu vegna þess hve mjög hann var á skjön við úrskkurði í svipuðum málum í öðrum löndum. Trump að kjósa

Rétturinn færði nefnilega engin rök fyrir því að úrslit kosninganna hefðu verið röng, heldur hengdi sig einkum á tvö kæruatriði, sem sneru að framkvæmdaratriðum, sem augljóslega vógu hvort annað upp. 

Annars vegar að einhver hefði getað með haukfránum augum séð á talsverðu færi yfir öxl kjósanda, sem var að leggja niður flókna stafa- eða talnarunu á kjörseðil, og hins vegar, að frambjóðendur hefðu ekki haft neinn fulltrúa við talningu. 

Nið síðarnefnda þýddi, að jafnvel þótt einhver hefði séð á kjörseðla á kjörstað, hafði hann engan til að fylgja því eftir við talningu. 

Í hliðstæðum málum erlendis, svo sem hjá stjórnlagadómstóli Þýskalands, var að vísu úrskurðað, að bæta þyrfti framkvæmd kosninga í landinu innan tveggja ára, en úrslitin hins vegar látin standa. 

Nú sjáum við tvo úrskurði hér á landi, 2011 og 2018, sem augljóslega stangast á. 

Myndin hér að ofan er af Trump hjónunum þegar þau kusu í bandarísku forsetakosningunum 2016 og bak við þau stendur maður, sem gæti tekið upp á því að reyna að kíkja. 


mbl.is Ekki ástæða til að ógilda kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna ætti það að vekja furðu að dæmt sé hér eftir Íslenskum lögum en ekki erlendum? Hvers vegna ætti það að vekja furðu að kær­ur um ógild­ingu kosn­inga fái ekki allar sjálfkrafa sömu niðurstöðu?

Úrskurðirnir hér á landi, 2011 og 2018, stangast augljóslega ekki á. Annar er frá kjörstjórn og hinn frá hæstarétti, annar er um gildi kjörskrár en hinn um framkvæmd kosninganna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.6.2018 kl. 11:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hæstiréttur lét hjá liða að nefna nokkur dæmi úr fyrri kosningum hér heima, svo sem þegar kjósendur við eina götu í Vesturbænum voru látnir kjósa í röngu kjördæmi. 

Í því máli var farin sú leið að athuga, hvort þessi atkvæði hefðu getað breytt úrslitum á einhver hátt og kom í ljós að svo var ekki. 

Niðurstaðan varð því sú sama að ógilda ekki kosningarnar en krefjast úrbóta framvegis. 

Ómar Ragnarsson, 14.6.2018 kl. 13:28

3 identicon

Sem sé, það er niðurstaða Ómars að grundvallarregluna um leynilegar kosningar þurfi ekki að virða ef hún hefur ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna! Athyglisverð og frumleg rök verð ég að segja.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 14.6.2018 kl. 14:41

4 identicon

Og þú lætur hjá líða að nefna það að Hæstiréttur kom þar ekkert að máli. 

 "..Að sögn Sveins Sveins­son­ar, for­manns yfir­kjör­stjórn­ar í Reykja­vík suður, upp­götvuðust þessi mis­tök þegar fólk af Fram­nes­veg­in­um mætti á kjörstað í Reykja­vík suður. Þá kom í ljós að það var ekki á kjör­skrá í Reykja­vík suður eins og það átti að vera. Þá var gripið til þess ráðs að stoppa það af, að fleiri íbú­ar af Fram­nes­veg­in­um gætu kosið í norður­kjör­dæm­inu. Í fram­hald­inu tók borg­ar­ráð þá ákvörðun að flytja þessa 40 í búa á Fram­nes­veg­in­um, sem áttu eft­ir að kjósa, yfir í suður­kjör­dæmið, og þar við sit­ur."

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.6.2018 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband